is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39082

Titill: 
 • Má ég trufla? : eru tengsl á milli frammistöðu í athyglisverkefnum og hugrænna bresta í hversdagslegu lífi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Athygli í hversdagslegu lífi er nauðsynleg til að vinna úr öllu því áreiti sem birtist okkur í umhverfinu. Sjónræn athygli hjálpar okkur að velja úr þeim upplýsingum sem okkur þykir skipta mestu máli. Í mismunandi aðstæðum er mikilvægt að beita athyglinni á skilvirkan hátt. Hugrænir brestir er hugtak sem notað hefur verið til að vísa í minniháttar mistök sem eiga sér stað í daglegu lífi. Til þess að rannsaka hugræna bresti hafa verið lögð fyrir ýmis athyglispróf og sjálfsmatslistar til að meta mistök einstaklinga. Sjálfsmatslistinn CFQ hefur verið ein mest notaða mælitæki hugrænna bresta. Listinn inniheldur 25 spurningar sem voru byggðar á smávægilegum mistökum sem flestir hafa upplifað.
  Í þessari rannsókn voru þrjú athyglisverkefni lögð fyrir þátttakendur ásamt CFQ sjálfsmatslistanum, til að mæla athygli í daglegu lífi. Makar þátttakendanna voru einnig beðnir um að svara matslista sem átti segja til um sýnilega bresti annarra.
  Verkefnin voru Go/No go, Attention Network Task (ANT) og sjónleit. Megin rannsóknarspurningin var að sjá hvort að fylgni væri á milli frammistöðu þátttakenda í athyglisverkefnunum og heildarskors sjálfsmatslistans CFQ, og var lögð megin áhersla á undirþáttinn athyglisrof.
  Þátttakendur voru 93 talsins og tóku tilraunina á eigin tölvur. Þáttagreining var framkvæmd á spurningalistanum CFQ og notast var við þriggja þátta líkan. Heilt yfir sýndu niðurstöður ekki marktæka fylgni á milli athyglisverkefnanna og CFQ. Niðurstöður bentu hins vegar til þess að aldur þátttakenda virðist hafa áhrif á frammistöðu í athyglisverkefnunum og heildarskor CFQ listans, þar sem eldri aldurshópurinn greindi frá færri hugrænum brestum en þeir yngri.

  Lykilhugtök: Athygli, hugrænir brestir, CFQ, Go/No go, Attention network task, sjónleit.

 • Útdráttur er á ensku

  Attention in everyday life is necessary to process all the information that appears to us in our environment. Visual attention helps us choose the information that is most relevant to us each time. Every situation is different, so it is important to be able to apply our attention in the most efficient way. Cognitive failures is a concept that describes minor mistakes or lapses in attention in everyday life. These failures have been studied by using attention tasks or self-assessment lists. The Cognitive failures questionnaire (CFQ) has been one of the most utilized questionnaires for evaluating cognitive failures. The questionnaire contains 25 questions that were developed and constructed on minor mistakes that most people have experienced.
  In this study, three attention tasks were posed before subjects along with the CFQ questionnaire, to measure attention in everyday life. The subject’s spouses were also asked to answer a questionnaire to evaluate apparent lapses of attention in others. The tasks were based on Go/No go, Attention Network Task (ANT) and visual search. The aim of this study was to explore the correlation between subject’s performance in attention tasks with their overall CFQ score, where the main focus was set on the distractibility subcategory.
  Subjects were 93 in total and performed the tasks on their personal computers. Factor analysis was performed on the CFQ questionnaire based on three-way factorial design. Overall, the results did not show significant correlation between the attention tasks and the CFQ score. However, the results suggest that the age of subjects correlates with performance in attention task and overall score of the CFQ questionnaire, where the older age group reported fewer cognitive failures than the younger age group.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.ritgerd.pdf755.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna