is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39088

Titill: 
 • Tengsl kynferðisofbeldis og líkamsímyndar meðal íslenskra unglinga í 10. bekk
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt félagslegt vandamál, árás á líkamleg heilindi einstaklinga sem getur haft víðtæk neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra til langs tíma. Unglingsárin spila lykilhlutverk í þróun líkamsímyndar einstaklinga og eru áföll á borð við kynferðisofbeldi í æsku líkleg til að hafa neikvæð áhrif á líkamsímynd þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hugsanleg tengsl kynferðisofbeldis og líkamsímyndar meðal íslenskra unglinga í 10. bekk. Stuðst var við gögn úr staðlaða spurningalistanum Heilsa og lífskjör skólanema 2013/2014, íslensku útgáfunni af alþjóðlegu HBSC (Health Behaviours in School-Aged Children) rannsókninni. Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri stóð að baki rannsókninni hérlendis en fyrirlögn hennar fer fram á fjögurra ára fresti að fyrirmynd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Organization, WHO). Þátttakendur voru allir skólanemar í 10. bekk á Íslandi, 3618 talsins og var kynjahlutfall nokkuð jafnt; 47,8% stúlkur á móti 49,3% drengir en 2,9% gáfu ekki upp kyn sitt. Leitast var svara við því hvort stúlkur séu líklegri til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi og hafi neikvæðari líkamsímynd en drengir, hvort kynferðisofbeldi hafi neikvæð áhrif á líkamsímynd og hvort kynbundinn munur sé til staðar og að endingu hvort vægi kynferðisofbeldis hafi áhrif á líkamsímynd eftir því sem ofbeldið er grófara. Niðurstöður sýna að stúlkur eru ríflega tvöfalt líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi í æsku en drengir en 21% stúlkna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi á móti 9% drengja. Líkamsímynd stúlkna mælist talsvert neikvæðari en líkamsímynd drengja, 9% stúlkna eru mjög ánægðar með eigin líkamsímynd á móti 29% drengja. 11% stúlkna mælast mjög óánægðar með eigin líkamsímynd á móti 2% drengja. Niðurstöður á tengslum kynferðisofbeldis og líkamsímyndar sýndu að af þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi hafði meirihluti stúlkna neikvæða líkamsímynd en meirihluti drengja jákvæða líkamsímynd. Vægi kynferðisofbeldis reyndist ekki hafa marktæk áhrif á líkamsímynd unglinga. Niðurstöður benda til þess að kynferðisofbeldi hafi almennt neikvæðari áhrif á líkamsímynd stúlkna en drengja og þegar vægi ofbeldis er skoðað kemur í ljós að það að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi hefur meiri áhrif á líkamsímynd unglinga heldur en birtingarmynd og vægi ofbeldisins.
  Lykilorð: Unglingar, kynferðisofbeldi, líkamsímynd og kynjamunur.

 • Útdráttur er á ensku

  Sexual abuse against children and adolescents is a serious social problem, also seen as an attack on the physical integrity of individuals that can have a negative long-term effect on their mental and physical health. Adolescence can play a key role in the development of a person's body image, and traumas such as childhood sexual abuse are likely to have a negative effect on their body image. The aim of this study was to examine the possible link between sexual abuse and body image among Icelandic adolescents in the 10th grade. This study used data obtained by the standard questionnaire Health Behaviors in School-Aged Children (HBSC), from the Icelandic database The Prevention Research Center at the University of Akureyri, who conducted the research in Iceland, which is presented every four years, modeled by the World Health Organization (WHO). The participants were all 10th grade students in Iceland, 3618 in total. The gender ratio was fairly equal; 47.8% girls versus 49.3% boys and 2.9% who did not notify their gender. Researchers sought answers to the questions whether girls are more likely to be sexually abused and have a more negative body image than boys, whether sexual violence has a negative effect on body image and whether gender differences are detectable, and finally whether there was a significant difference in body image according to the severity of the sexual violence. The results show that girls are twice as likely to be sexually abused than boys, while 21% of girls were sexually abused compared to 9% of boys. Girls' body image is considerably more negative than boys' body image, 9% of girls are very satisfied with their own body image compared to 29% of boys. 11% of girls are very dissatisfied with their own body image compared to 2% of boys. The relationship between sexual violence and body image manifests in the way that among those who had been sexually abused, the majority of girls had a negative body image while the majority of boys had a positive body image. The severity of the sexual violence did not appear to have a significant effect on the adolescents' body image. The results show that sexual violence has a more negative effect on the body image of girls than boys, and when the severity of the violence is further examined, it shows that being sexually abused has a greater effect on the body image of adolescents than the manifestation and severity of the violence.
  Keywords: Adolenscence, sexual abuse, body image and gender difference.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl kynferðisofbeldis og líkamsímyndar meðal íslenskra unglinga í 10. bekk.pdf385.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna