is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39090

Titill: 
  • Titill er á ensku Deep sleep in epilepsy
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flogaveiki er taugasjúkdómur sem veldur truflun á heilastarfsemi innan mismunandi heilasvæða, orsakar flog og almennar truflanir á daglegu lífi einstaklings. Á hverjum degi þjást á milli 50-70 milljónir einstaklinga af sjúkdómnum á heimsvísu. Hægt er að rekja rannsóknir á flogaveiki allt aftur til forngrikkja sem gefur til kynna að sjúkdómurinn hafi lengi valdið áhyggjum. Þá hefur eitt stærsta áhyggjuefnið verið flókið samspil svefns og flogaveiki. Það hefur leitt til þess að á síðustu árum hefur fjöldi rannsókna skoðað mikilvægi djúps svefns á hugræn ferli, færslu minninga í langtímaminni og áhrif á hæfni til að læra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svefntruflanir og raskanir, sem eru oft fjölkvillar hjá þeim sem þjást af flogaveiki, hafa áhrif á þessi mikilvægu ferli. Þessi rannsókn skoðaði hvort munur væri á djúpum svefni hjá heilbrigðum einstaklingum (N=6) og einstaklingum sem þjást af flogaveiki (N=6). Þá var heildartími einstaklings í djúpsvefni sem og hversu oft einstaklingur upplifði djúpsvefn skoðað sérstaklega og gögnin nýtt til að framkvæma sjálfstætt t-próf miðað við 95% öryggismörk. Þegar gögnin voru greind uppgötvaðist undantekning sem var fjarlægð frá gagnasettinu. Niðurstöður úr sjálfstæða t-prófinu (t(4.668)= -948; p= 0.020) sýndu fram á marktækann mun milli hópanna tveggja, þá voru einstaklingar með flogaveiki að eyða að meðaltali 45 mínútum í djúpsvefni, á meðan einstaklingar sem ekki hafa sjúkdóminn eyddu um 31 mínútu í djúpsvefni. Orsök þess að einstaklingar með flogaveiki eyða lengri tíma í djúpsvefni er ekki vituð eins og er. Það er þó mögulegt að einstaklingar sem þjást af flogum á næturnar þurfi á lengri djúpsvefni að halda til þess að líkaminn geti komið reglu á kerfi líkamans. Meðferðir gegn flogaveiki og svefntruflunum tengdum sjúkdómnum hafa haldist svipaðar í gegnum árin, þar eru flogaveikilyf eitt vinsælasta meðferðarformið. Flogaveikilyf eru þó umdeild þar sem erfitt reynist að nálgast þau í tekjulægri löndum, þrátt fyrir að tíðni flogaveiki sé hærri þar. Þá eru aukaverkanir lyfjanna einnig áhyggjuefni en rannsóknir hafa gefið til kynna að þau hafi neikvæð áhrif á svefntruflanir hjá einstaklingum með flogaveiki.

  • Útdráttur er á ensku

    Between 50-70 million individuals worldwide are affected by epilepsy at any given time. Epilepsy is a neurological disorder that can affect almost all regions of the brain, causing seizures and disturbances to daily function. Research dating back to ancient Greek civilization indicates that epilepsy has been a concern for centuries, with one of the biggest worries being the complex interplay of sleep and epilepsy. Many studies have been conducted on the critical role of deep sleep (Non-REM sleep) in memory consolidation, learning and cognition in recent years. Studies have found that sleep disturbances and disorders are a common comorbid in epilepsy patients and affect these cognitive functions. This study examined the difference in the amount of deep sleep between individuals with (N= 6) and without epilepsy (N=6). The total time spent in deep-sleep as well as number of deep-sleep episodes were extracted. Time spent in deep-sleep was compared between groups by conducting an independent t-test according to a 95% confidence interval. During the analysis of the data, an outlier was discovered and removed from the dataset. Results from the independent t-test (t(4.668)= -948; p= 0.020) showed a significant difference between the two groups, with patients with epilepsy spending on average 45 minutes in deep sleep while individuals without epilepsy spent on average 31 minutes in a deep sleep. The cause for why individuals with epilepsy spend more time in deep sleep is currently unknown although it is plausible that individuals who suffer from nocturnal seizures require additional time in deep sleep to help regulate systems within the body. Treatments of epilepsy and sleep disturbances within epilepsy remain similar, with antiepileptic drugs being the common form of treatment. Despite being the most common treatment, it is also highly debated for being hard to get in lower-income countries where the prevalence of epilepsy is the highest. Additionally, the side effects of antiepileptic drugs remain troubling, with many studies suggesting that they worsen sleep disturbances in epilepsy patients.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Deep sleep in epilepsy; A comparative study - Eydis Anna Gudmundsdottir.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna