Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39091
Ef farið er rétt með snjalltækin eru kostir þeirra margir. Snjalltækjanotkun unglinga eru orðin ein aðal samskiptaleið þeirra og fer ört vaxandi. Skjánotkun getur m.a. haft áhrif á svefnvenjur unglinga. Íslenskir unglingar sofa almennt minna en jafnaldrar í nágrannalöndum og margir uppfylla ekki viðmið um ráðlagðan svefntíma.
Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif skjánotkun getur haft á svefn unglinga. Gögn sem unnið var með í þessari rannsókn miðast við nemendur í 7. og 9. bekk á Suðurnesjum. Við sjáum það á úrvinnslu gagna að skjátímanotkun fyrir svefn hefur neikvætt samband við svefnlengd. Niðurstöður okkar sýndu að notkun snjalltækja fyrir svefn tengist seinkun á svefntíma, minni svefnlengd og meiri þreytu daginn eftir. Misræmi er þó á milli niðurstaðna okkar og annarra rannsókna þegar litið er til tengsla þess að nota skjátæki rétt fyrir svefn og að ganga vel að sofna. Miklar þroskabreytingar eiga sér stað á unglingsárum og kemur sá munur fram á niðurstöðum á milli árganga. Afleiðingar svefnleysis geta verið margskonar og haft áhrif á daglegt líf unglingsins. Svefntruflanir af völdum hljóðs og ljóss frá snjalltækjum geta valdið ótímabærum vakningum. Mikilvægt er að fræða foreldra og unglinga um mikilvægi svefns og viðmið gagnvart skjánotkun. Með því að skapa heilbrigt samband við snjalltæki og góðar svefnvenjur getum við spornað við allskonar líkamlegum og andlegum vandamálum unglinga í dag.
The use of smart devices by teenagers is growing rapidly and the devices have become their main means of communication. The benefits of smart devices are plenty if they are used properly. Negative consequences of screen use can include effects on adolescents' sleep habits. Icelandic adolescents are sleeping less than their peers in neighboring countries and many do not meet the criteria for recommended bedtime.
The aim of this study was to examine the effects of screen use on adolescent sleep. The data that was used in this study is based on students in 7th and 9th grade in Suðurnes. Our results show that using smart devices before sleep is associated with a delay in sleep time, reduced sleep duration and fatigue the next day. However, there is a discrepancy between our results and other studies when looking at the association between the use of a screen device just before bedtime and getting a good night's sleep. Major changes in development take place during adolescence, and this difference is reflected in differences in our results between school years. The consequences of insomnia are numerous and affect the daily life of the adolescent. Sleep disturbances caused by sound and lights from smart devices can cause premature awakenings. It is important to educate parents and teenagers about the importance of sleep and the criteria for screen use. By creating a healthy relationship with smart devices and good sleeping habits, we can counteract all kinds of physical and mental problems teenagers face today.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A-LOKASKIL.pdf | 810.71 kB | Opinn | B.A. lokaritgerð | Skoða/Opna |