en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39092

Title: 
  • Title is in Icelandic Meðferðir við vímuefnavanda : gætu hugvíkkandi efni verið ákjósanlegur valkostur í meðferðum?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vímuefnavandi er vaxandi lýðheilsuvandamál í heiminum í dag og hefur víðtæk samfélagsleg áhrif. Vandinn er flókinn og orsakir margþættar. Endurtekin vímuefnanotkun veldur truflunum á boðefnakerfum heilans sem getur haft áhrif á sjálfsstjórn, athygli, minni, sjálfsvitund og tilfinningar. Algengt er að einstaklingar með vímuefnavanda glími einnig við þunglyndis- og kvíðaeinkenni en áfallasaga er líka algeng. Félagslegir þættir geta bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á þróun vímuefnavanda. Meðferðir við vímuefnavanda á Íslandi styðjast við AA-12-spora kerfið, HAM, áhugahvetjandi samtal, núvitund og lyf. Meðferðir við vímuefnavanda virðast skila takmörkuðum árangri.
    Hugvíkkandi efni hafa verið notuð í þúsundir ára. Undanfarið hefur áhugi á rannsóknum með hugvíkkandi efnum við vímuefnavanda verið endurvakinn. Efnin virkja 5HT2A viðtakana, hafa áhrif á boðefnakerfi heilans og stuðla að nýmyndun og endurskipulagningu taugafrumna. Áhrif hugvíkkandi efni valda meiri tilviljanakenndri óreiðu í heilanum sem hefur áhrif á skynjun, geðslag og hugræna ferla, sem getur leitt til nýrra hugsanaferla. Hugvíkkandi efni geta haft ólík áhrif á sjálfið, geta aukið innsýn í hugsanaferla, vandamál og fyrri reynslu. Margir greina frá þýðingarmiklum og yfirnáttúrulegum upplifunum, sem geta breytt viðhorfum og gildum til lengri tíma. Rannsóknir sýna að psilocybin og Ayahuasca geti dregið úr fíkn og notkun örvandi efna, nikótíns og áfengis. Ibogaine hefur sýnt árangur í fráhvarfsmeðferð við ópíóðum og dregið úr fíkn og notkun ýmissa vímuefna. Ketamín hefur sýnt árangur við ýmiss konar vímuefnavanda og meðferðareiginleikar MDMA virðast lofa góðu. Talið er að efnin, hugarfar skjólstæðings, ytri aðstæður og meðferðaraðilinn hafi samverkandi áhrif á árangur meðferðar. Meðferðin virðist geta leitt til þess að tekið sé á vandanum á heildrænan hátt, haft jákvæð áhrif á kvíða, þunglyndi, stuðlað að úrvinnslu einstaklingsbundinna vandamála og bætt lífsgæði. Rannsóknir á hugvíkkandi efnum í meðferðum við vímuefnavanda lofa góðu. Þær virðast bera meiri árangur en meðferðir sem notaðar eru í dag en hafa þó fengið takmarkaða viðurkenningu.

  • Substance use disorders (SUD) are a growing public health problem and it has far reaching effects on the community. SUD is a complex condition and the causes are multifaceted. Repeated substance use disrupts the neurotransmitter systems in the brain which can affect self-control, attention, memory, self-awareness and feelings. Depression and anxiety are frequently co-occurring with SUD, prior traumatic experiences are common as well. Social factors can have both negative and positive effects on the development of SUD. Treatment programs for SUD in Iceland utilize the AA-12 step program, Cognitive behavioral therapy, Motivational interviewing, mindfulness and medication. Current therapies for SUD show limited results. Psychedelics have been used for thousands of years. Recently there has been renewed interest in studying the use of psychedelics to assist treatments for SUD. Psychedelics activate the 5HT2A receptors in the brain, affect the neurotransmitter systems and contribute to the synthesis and reorganization of neurons. The brain is more entropic in the psychedelic state which affects perception, mood and cognitive processes, which can alter cognitive processes. Psychedelics can have diverse effects on the sense of self, can increase insight into mental processes and affect the perception of problems and prior experiences. Meaningful- and mystical experiences are common, enduring changes in perspective and values can follow. Results show that psilocybin and ayahuasca can reduce addiction and the use of stimulants, nicotine and alcohol. Ibogaine has shown results in withdrawal treatment for opiates and can reduce addiction and use of an array of different drugs. Ketamine has shown results in treating SUD and MDMA seems to have promising results. The compounding effects of psychedelics, the patient's mindset, external conditions and the therapist that interact to produce the therapeutic effect. Treatment with psychedelics seems to be able to treat SUD in a holistic manner, have positive effects on anxiety, depression, can help with the resolution of personal problems and improve the quality of life. Studies on psychedelics in the treatment of SUD are promising and seem more efficacious than other treatments for SUD but are not well acknowledged.

Accepted: 
  • Jun 14, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39092


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hugvíkkandi efni.BA.SÁL.pdf1.01 MBOpenComplete TextPDFView/Open