is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39093

Titill: 
 • Afreksíþróttafólk : streita, frammistöðukvíði og einstaka þunglyndiseinkenni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Geðheilsa afreksíþróttafólks hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu ár þar sem íþróttafólk hefur verið að opna sig um sín vandamál og erfiðleika sem oft fylgja löngum íþróttaferli. Notast var við streitukvarðinn Perceived stress scale (PSS-4), þunglyndiskvarðan Patient health questionnaire (PHQ-9) og frammistöðukvíðakvarðann Sport anxiety scale (SAS-2). Þátttakendur í rannsókninni voru íslenskt afreksíþróttafólk á aldrinum 18-37 ára. Kvenkyns þáttakendur voru í meirihluta eða 70,8% og 29,2% voru karlkyns. Meginmarkmiðið var að skoða það upp að hve miklu marki afreksíþróttafólk er að upplifa streitu, frammistöðukvíða eða þunglyndi og hvort það sé munur milli ákveðinna hópa líkt og milli kynja eða einstaklings- og liðsíþrótta, þar sem fyrri rannsóknir benda til þess. Samband milli streitu, frammistöðukvíða og einstakra þunglyndiseinkenna var vel skoðað, einnig samband heildarskora þar sem þessar breytur virðast verka saman. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að afreksfólk virðist ekki vera að upplifa mikil einkenni streitu, frammistöðukvíða eða þunglyndis og sá hópur sem var að upplifa einhver einkenni að ráði var lítill. Við skoðun einstakra þunglyndiseinkenna kom í ljós að þreyta og orkuleysi var það algengasta sem þátttakendur upplifðu. Kynjamunur var að jafnaði ekki marktækur en karlar virðast glíma við meiri frammistöðukvíða en konur og var það eina marktæka niðurstaðan í sambandi við mun á kynjunum. Þegar liðsíþróttir voru bornar saman við einstaklingsíþróttir kom fram marktækur munur á frammistöðukvíða þar sem þátttakendur í einstaklingsíþróttum eru að glíma við meiri frammistöðukvíða. Marktækt samband var á milli streitu og þunglyndiseinkenna en misjafnlega sterkt. Ekki var um marktækan mun að ræða í streitu, frammistöðukvíða og þunglyndi í samanburði á einstaklings- og liðsíþróttum.

  Lykilhugtök: afreksíþróttafólk, streita, frammistöðukvíði, þunglyndiseinkenni.

 • Útdráttur er á ensku

  Mental health of elite athletes has been a rising subject in the society in recent years as athletes have been openning up about their problems and difficulties that often accompany a long career in sports. Stress was measured with Perceived stress scale (PSS-4). The Perceived Patient health questionnaire (PHQ-9) was used to measure depressive symtoms and the Sport Anxiety Scale (SAS-2) to measure sport performance anxiety. The participants in this research were Icelandic elite athletes (29,2% male) and 70,8% female (70,8%), the age range were 18-37 years. The main goal of this research was to examine stress, performance anxiety and depression in elite athletes and whether there were any differences between certain groups, such as between genders or individual and team sports, as previous research indicates there is. The relationship between stress, performance anxiety and specific depressive symptoms was also examined, also the relationship of the total score. The main findings of this study were that in this elite athlete sample, levels of stress, performance anxiety and depressive symptoms were relatively low. Examination of specific depressive symptoms revealed that fatigue and lack of energy were the most common symptoms experienced by participants. The only gender difference was observed in performance anxiety, with males showing significantly higher levels of anxiety than females. When team sports were compared to individual sports, there was a significant difference in performance anxiety, as participants in individual sports scored higher. There was a significant relationship between stress and depressive symptoms. There was no significant difference in stress, performance anxiety or depression when comparing team sports to individual sports.
  Key terms: elite athletes, stress, performance anxiety, specific depressive symptoms

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Sálfræði.pdf395.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna