Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39094
Hönnun á hlaupaskóm hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og ný heimsmet í langhlaupum hafa verið sett í kjölfarið. Ekki virðast allir vera sáttir með þessa þróun en hlauparar, skóframleiðendur og áhorfendur vilja setja hömlur á þróun hlaupaskóa. Íþróttavörumerkið Nike setti á markað skó með koltrefjaplötum sem bera heitið Vaporfly. Skiptar skoðanir eru um hvort koltrefjar í hlaupaskóm séu eðlileg þróun eða hvort fyrirtækið Nike sé að fara yfir einhvers konar siðferðisleg mörk í heimi hlaupaíþróttarinnar.
Sögu hlaupaskósins má rekja til árins 1865 en þá var hlaupið í nokkurs konar spariskóm með nöglum á sólanum. Converse voru brautryðjendur í íþróttaskóm fyrir um 100 árum þegar þeir settu á markað All-Star skóna sem voru framleiddir úr strigaefni og gúmmísóla. Dassler bræðurnir komu svo til sögunnar á stríðsárunum og stofnuðu síðar hvor um sig íþróttavörurisana Adidas og Puma. Hlaupaunnendurnir Bill Bowerman og Phil Knight stofnuðu fyrirtækið Nike árið 1972 eftir að hafa flutt inn japanska hlaupaskó frá fyrirtækinu Onitsuka með misgóðum árangri. Miðsólafroðan EVA frá skóframleiðandanum Brooks kom á markað árið 1975 og var froðan notuð af flestum skófyrirtækjum til ársins 2013 en þá kynnti Adidas Boost miðsólafroðuna. Nike kom nokkrum árum síðar með sína útgáfu af miðsólafroðu með skónum ZoomX og React. Nike notar þessar froðu í Vaporfly skóinn en það er þó aðallega koltrefjaplatan í miðsólanum sem er aðal nýjung Nike. Ef rannsóknir á Vaporfly skónum eru skoðaðar með tilliti til þess hvort skórinn gefi hlaupurum ósanngjarnt forskot eða ekki er grein Dr. Bryce Dyer um siðferðislega ádeilu Vaporfly áhugaverð en hann fer yfir hvort skórnir séu skaðvaldandi, ónáttúrulegir, veiti ósanngjarnt forskot, setji pressu á íþróttamanninn, breyti áliti áhorfanda, virði heiður íþrótt- arinnar, breyti ekki getukröfum, ómannlegir, of dýrir, virði íþróttandann og séu jafn aðgangilegir öllum. Vaporfly skórinn virðist þá standast allar þessar kröfur.
Í kjölfar tækninýjunga í hönnun hlaupabúnaðar hefur Alþjóðafrjálsíþróttasambandið sett nýjar reglur um þykkt á miðsóla í hlaupaskóm og fjölda harðra platna í skónum. Samkvæmt þeim reglum er Vaporfly skórinn löglegur, en betrumbætta frumgerðin Alphafly er með of þykkum miðsóla auk þess að hafa þrjár koltrefjaplötur sem gerir þá ólöglega.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_Dadi_Lar_Skil_pdf.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |