is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39098

Titill: 
  • „Það besta kemur frá því versta“ : tengsl andlegs styrks og þunglyndiseinkenna afreksíþróttamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi lokaritgerð er unnin til BA prófs í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort munur væri hversu hátt hlutfall afreksíþróttamanna skora yfir viðmiðunarmörk þunglyndiseinkenna. Hvort munur væri á andlegum styrk og þunglyndiseinkennum íþróttamanna á keppnistímabili og utan þess ásamt hvort þeir væru að glíma við meiðsli. Hvort einhvers konar samband væri á milli andlegs styrks og þunglyndiseinkenna og síðast en ekki síst hvort samband sé á milli andlegs styrks og undirkvarða þess á sérstökum einkennum þunglyndis. Alls tóku 113 manns þátt í rannsókninni. Þáttakendurnir voru allt íþróttafólk á aldrinum 18-37 ára. Fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa skoðað hugtakið andlegur styrkur og hvernig það ætti við íþróttafólk, hvort að íþróttafólk sem skoraði hærra á andlegum styrk væri líklegra til að finna fyrir minni þunglyndis- og kvíðaeinkennum. Í þessari rannsókn var andlegur styrkur skoðaður ásamt fyrri rannsóknum um hugtakið en hugtakið er ekki svo auðveldlega skilgreint en samt sem áður talin vera mikilvægur þáttur innan íþróttanna. Notast var við tvo sjálfsmatskvarða en þeir voru SMTQ (sports mental toughness questionnere) til að skoða andlegan styrk ásamt undirkvarða þess og PHQ-9 (patient health questionnere-9) til þess að skoða þunglyndiseinkenni. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu fram á að ekki var marktækur munur á þunglyndiseinkennum hjá íþróttafólki sem var á keppnistímabili eða utan þess, þá var ekki marktækur munur á hvort íþróttafólk var að glíma við meiðsli. Marktæk tengsl voru á andlegum styrk og nokkrum undirkvörðum SMTQ við þunglyndiseinkenni PHQ-9, hinsvegar ber að hafa í huga þar sem fylgnin milli þessara þátta voru í flestum tilfellum veik er ekki hægt að alhæfa með fullri vissu um tengsl. Nauðsynlegt er að hafa í huga þegar að rannsóknin er skoðuð að hún var ekki gerð án takmarkana. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar var aldursbil þátttakanda og stærð úrtaksins en það var heldur lítið. Mögulegt væri því að nýta þessa rannsókn sem grunn að frekari rannsóknum á andlegum styrk.
    Lykilhugtök: Andlegur styrkur, hugræn færni, þunglyndiseinkenni

  • Útdráttur er á ensku

    The present study was conducted for a BA degree in psychology at the University of Akureyri. The aim of this study was to examine whethere there was a difference in the percentage athletes that score above the thesold for depressive symptoms. Whether there was a difference in mental thoughness and depressive symptoms of athletes during pre-season and off-season as well as whether they were struggling with injuries. Then if it is some kind of relationship between mental thoughness and depressive symptoms. And then last whether there is a relationship between mental thoughness and the scales and specific symptoms of depression. The participants of this study were 113 elite athlees in the age range of 18 to 37 years old. Previous research have looked at the concept of mental strength and how it applies to athletes, whether athletes who scored higher on SMTQ (sports mental toughness questionnaire) were more likely to experience less depressive and anxiety symptoms. The aim of this study, however, was to examine whether there are differences between groups that are in pre-season or off-season, as well as whether there is a difference in mental toughness and depressive symptoms of those who were struggling with injuries and finally whether there is any relationship between being mentally tough and showing depressive symptoms. Two questionnaires were used in this study SMTQ (sports mental toughness questionnaire) to examine mental toughness and PHQ-9 (patient health questionnaire-9) to examine depressive symptoms. The results of this study showed there were no significant difference in depressive symptoms among athletes who were in competition season or not, then there was no significant difference in wheather athletes were struggling with injuries. Furhtermore there was no significant difference between mental toughness and its subscale and the depressive symptoms of PHQ-9, however, it should be taken to consideration that correlation between these factors was mostly weak and therefore can not be generalized with full certainty about the relationship between these factors. It is important to keep in mind when examining the study that it was not conducted without limitation, the main limitation of the study was the age range of the participants and the size of the sample since it was relatively small. Therefor it would be possible to use this research as basis to examine mental toughness further.
    Keywords: mental thoughness, mental strenght, depressive symptoms

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð-LOKA-EINTAK..pdf772.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna