is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39101

Titill: 
 • Miðlanotkun foreldra og áhrif hennar á samskipti og tengslamyndun : tengslamyndun á tímum snjalltækni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru áhrif miðlanotkunar foreldra á samskipti og tengslamyndun. Tengslin sem barn myndar við foreldra sína eru mikilvæg fyrir þroska og velferð barnsins. Fyrstu tengsl móður og barns eiga sér stað strax í móðurkviði og eftir fæðingu styrkir móðirin tengslin til dæmis með því að horfa í augu þess og brosa. Mikilvægt er að mæður séu næmar á þarfir barna sinna, en móðir sem veitir barninu sínu athygli fyrstu mánuðina, og lærir að bregðast hratt og rétt við merkjum sem barnið gefur frá sér, myndar örugg tengsl við það. Barn með örugg tengslamynstur aðlagast betur félagslega, hefur betri sjálfsmynd og er í betra tilfinningalegu jafnvægi en önnur börn.
  Undanfarin ár hefur snjalltækjanotkun aukist til muna í hinum vestræna heimi og er orðin hluti af daglegu lífi fólks. Í kjölfarið hefur breyting orðið á samskiptum og eru uppi áhyggjur um hvaða áhrif þær hafa á tengsl foreldra og barna. Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til þess að foreldrar séu minna næmir á þarfir barna þegar þeir eru uppteknir í símanum. Þeir ná sjaldnar augnsambandi og bregðast síður við tilraunum barns til að ná athygli. Niðurstöður sýna jafnframt að þegar tækin eru notuð í návist barna, minnka samskipti sem getur haft skaðleg áhrif á hugrænan og tilfinningalegan þroska þeirra. Auk þess hafa fundist tengsl á milli samskiptaleysis og hegðunarvanda barna.
  Í síðari hluta verkefnisins eru skoðaðar niðurstöður úr íslenskri rannsókn eftir Steingerði Ólafsdóttur (2017) sem kannaði snjalltækjanotkun ungra barna og viðhorf foreldra. Niðurstöður benda til þess að börn séu ung farin að nota tæki á borð við spjaldtölvur. Einnig benda þær til aukinnar og fjölbreyttari notkunar tækja með hækkandi aldri barna.
  Meginmarkmið þessa verkefnis er að vekja athygli foreldra og annarra umönnunaraðila á þeim áhrifum sem miðlanotkun, og þá sérstaklega snjalltækjanotkun, kann að hafa á samskipti og tengslamyndun við börn. Mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma til að eiga samskipti við börnin sín án áreitis frá snjalltækjum eða öðrum tækjum.
  Lykilorð: tengslamyndun, samskipti, næmi móður, miðlanotkun, snjalltækjanotkun, ung börn

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is the effect that parents‘ digital media use has on parent-child interaction and attachment. The attachment that an infant forms with its parents affects its development and welfare. The first mother-infant attachment takes place while the infant is still in the womb. After the infant is born the mother strengthens the relationship, for example, by looking into its eyes and smile. It is important for mothers to be sensitive to the needs of their children but a mother who pays attention to her infant during the first months and learns to respond quickly and correctly to the signals given by the infant, forms a secure attachment with it. A child with a secure attachment style adapts better socially, has a better self-image and is better emotionally balanced than other children.
  In recent years, the use of smart devices has increased significantly in the Western world and has become part of people's daily lives. As a result, interaction has changed and there are concerns about how it affects the attachment between parents and children. Recent studies indicate that parents are less sensitive to the needs of their children when they use their smartphones. They are less likely to make eye contact and less likely to respond to a child's bids for attention. Results also show that when the devices are used in the presence of children, interaction decreases, which can have a detrimental effect on their cognitive and emotional development. In addition, a link has been found between lack of interaction and behavioral problems in children.
  In chapter four, results from an Icelandic study by Steingerður Ólafsdóttir (2017) are examined. She researched young children's use of smart devices and parents' attitudes. The results indicate that children start using devices, such as tablets, at a very young age. They also indicate increased and more diverse use of devices with increasing age.
  The main purpose of this project is to draw the attention of parents and other caregivers to the effects that digital media use, especially the use of smart devices, may have on interaction and attachment with children. It is important that parents take the time to interact with their children without being disturbed by their smart phones or other digital media devices.
  Keywords: attachment, parent-child interactions, maternal sensitivity, digital media use, smartphone use, young children

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaverkefni - Lena María Eyþórsdóttir.pdf847.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna