is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39106

Titill: 
  • Pólskir innflytjendur á Íslandi : ástæður flutninga og aðseturs, aðlögun og móttökur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður innflytjenda síðustu ár, en þeir hafa sest að hérlendis í styttri eða lengri tíma og í ýmsum tilgangi. Flutningar til nýs lands geta verið streituvaldandi, til dæmis vegna sambandsleysis við fjölskyldu, skorts á félagslegum stuðning og atvinnuleysi. Af þeim sökum eru innflytjendur í meiri hættu en innfæddir að glíma við geðrænar áskoranir. Margt bendir til að innflytjendur komi til Íslands til að sækja sér vinnu, en árið 2019 var einn af hverjum fimm íbúum landsins innflytjandi. Núna eru innflytjendur hérlendis um 16% af íbúafjölda og samkvæmt fyrri gögnum hefur aukning innflytjenda verið 85% frá árinu 2000. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands(2020) sýna að Pólverja eru lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi, eða um 20.477 talsins sem gerir 37% allra innflytjenda. Í þessi ritgerð verður rýnt í helstu ástæður þess að Pólverjar flytja og setjast að á Íslandi út frá tilteknum atriðum. Skoðað verður hvort munur sé meðal kynja á aðlöguninni, hvort þeir kjósi að fylgjast með fréttamiðlum á íslensku eða pólsku. Síðast en ekki síst verður kannað hvort munur sé á aðlögun Pólverja og upplifun þeirra á móttökum eftir því hvort þeir hafi sótt íslenskunámskeið.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland has been a popular destination for immigrants in the recent years, they have settled in Iceland for either shorter or longer periods of time and for various purposes. Moving to a new country can be stressful, for example due to lack of family ties, lack of social support and unemployment. As a result, immigrants are at greater risk compared to natives of mental health challenges. There are many indications that immigrants come to Iceland to look for work, in 2019 one in five residents of Iceland was an immigrant. Immigrants in Iceland are now about 16% of Iceland‘s population and accoring to previous data, the increase among immigrants has been 85% since 2000. Latest figures from Hagstofan Íslands (2020) indicate that Poles are by far the largest group of all immigrants, they are about 20,477 thousand or 37% of all immigrants located in Iceland. This thesis will examine the main reasons why Poles move and settle in Iceland based on certain factors. It will be examined whether there is a difference between genders in adjustment to the new society, whether Poles choose to follow news media in Icelandic or Polish. Last but not least, it will be examined whether there is a difference between the Poles‘ integration and their experience of reception from Icelanders, depending on whether they have attended an Icelandic language course.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pólskir_innflytjendur_á_Íslandi_LOKASKIL-NN.pdf713.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna