is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39108

Titill: 
 • Má ég trufla? : tengsl athyglis í daglegu lífi við hugræn verkefni sem mæla athyglisgáfur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi beinir sjónum að athygli í hversdagslegu lífi. Ritgerðin fjallar um fræðilegan bakgrunn hugrænna verkefna sem mæla athyglisgáfur og megindlega rannsókn um athygli í hversdagslegu lífi. Farið er út í sögu athyglisrannsókna og fjallað um helstu kenningar um athygli. Í rannsókninni er lagt fyrir nokkur af algengustu tilraunaverkefnum sem ætluð eru til að mæla athygli ásamt sjálfsmats spurningalista um athygli í hversdagslegu lífi. Verkefnin eru sjónleitarverkefni, GNG verkefni (e. go/no-go task) og ANT verkefni (e. Attention Network
  Test) og er þeim lýst í ritgerðinni. Einnig er sagt frá ELAS sjálfsmats spurningalistanum
  (e. Everyday Life Attention Scale) sem spyr um aðstæðubundna athygli og var hann þýddur úr ensku yfir á íslensku. Markmiðið með þessari ritgerð er að rannsaka tengsl þessa verkefnis við sjálfsmat þátttakenda á athygli í daglegu lífi: hversu auðveldlega truflast þeir, hve auðveldlega geta þeir viðhaldið athygli á tilteknu verkefni og svo framvegis. Fylgnimælingar voru gerðar til að skoða tengslin á milli verkefnanna og spurningalistans. Einnig var skoðað tengsl verkefnanna við undirkvarða spurningalistans og niðurstöður settar í samhengi. Þátttakendur voru upphaflega 115 talsins en eftir gagnahreinsun stóðu eftir 93 þátttakendur. Tilgátur rannsóknarinnar eru fjórar. Í GNG verkefninu spáum við því að með aukinni skilvirkni (svartími réttra svara í “go” umferðum deilt með hlutfalli réttra svara í “no go" umferðum), þá lækkar þátttakandi á heildarskori sjálfsmatslistans. Í ANT verkefninu spáum við því að með lengri svartímum þegar hliðaráreiti eru í samræmi og misræmi við markáreitið, þá lækkar þátttakandi á heildarskori sjálfsmatslistans. Einnig spáum við því í ANT verkefninu að eftir því sem svartímar lengjast þegar að vísbendi dregur okkur að markáreitinu og þegar vísbendið dregur okkur frá markáreitinu, þá lækkar þátttakandi á heildarskori spurningalistans. Í sjónleitarverkefninu spáum við því að með hækkandi hallatölu þátttakanda (aukinn svartími þegar áreiti er bætt við), þá lækkar þátttakandi á heildarskori sjálfsmatslistans. Þar að auki voru skoðuð möguleg tengsl athyglisverkefnanna við undirkvarða spurningalistans. Niðurstöður benda til þess að athyglisverkefnin spái misvel til um hvernig fólk metur athygli sína í hversdagslegu lífi. Ekki er vitað um aðrar rannsóknir sem rannsaka tengsl athyglisverkefna og sjálfsmats á athygli í hversdagslegu lífi og er því þörf á frekari rannsóknum.
  Lykilorð: athygli, athyglisverkefni, sjálfsmats spurningalisti, truflun, skynjun, áreiti.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on attention in everyday life. The subject of this thesis includes a theoretical framework of attentional tasks and a quantitative study about attention in everyday life. There are discussions about previous studies and main theories about attention. In this research, some of the most common experimental tasks to measure attention are used including
  self-report questionnaire about attention in everyday life. These tasks are visual search task, go/no-go task and Attention Network Test. The self-report questionnaire (ELAS; Everyday Life Attention Scale) asks about attention in nine different situations of daily life. The aim of this research is to investigate the relationship between the experimental tasks in this study and how participants report their own attention in daily life: how easily they are distracted, how easily they can maintain attention on a particular task, and so on. Correlation was measured to explore the connection between the tasks and the questionnaire, and also the connection between the tasks and the subscales of the questionnaire. Participants were 115 in the beginning but after clearing the data the participants remained 93. There are four hypotheses in this study. In the go/no-go task, we predict that with increased efficiency (reaction time of correct answers in “go” trials divided with the rate of correct answers in “no go” trials), the participant’s total score decreases on the self-report list. In the Attention Network Test, firstly we predict that with longer reaction time when the flankers are congruent or incongruent to the target, the participant’s total score decreases on the self-report list. Secondly we predict that with longer reaction time when cues leads us to the target and away from the target, the participant‘s total score decreases on the self-report list. In the visual search task, we predict that with increasing slope of the participant (longer reaction time when stimuli is added), the participant’s total score decreases on the self-report list. In addition, we explore the possible connections between the attentional tasks and the subscales of the questionnaire. The results indicate that the attentional tasks predict differently how well people report their attention in daily life. No other researches are known to study the relationship between attentional tasks and self-report of attention in daily life. Therefore, further researches are needed.
  Keywords: attention, attentional tasks, self-report questionnaire, distraction, perception, stimuli.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni MOP2021 ..pdf628.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna