is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3911

Titill: 
  • Hjólað í skólann : rannsókn á reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorfi þeirra til hjólreiða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá örófi alda hefur hreyfing verið ein af grundvallarathöfnum mannsins (42). Með þjóðfélagsbreytingum síðustu áratugi hefur hreyfing fólks minnkað. Minni hreyfing hjá almenningi í daglegu lífi má rekja til lífshátta sem einkennast af kyrrsetu, tæknivæðingu og breyttum samgöngum (26; 42).
    Kyrrseta er einkennandi fyrir lífsstíl ungs fólks á Íslandi. Rannsóknir sýna að það notar einkabílinn mikið og ferðast að mestu leyti um án líkamlegrar hreyfingar (20). Í danskri rannsókn kom fram að þeir sem hjóla reglulega eru heilsuhraustari en þeir sem hjóla ekki (1). Með það að leiðarljósi var ákveðið að rannsaka reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorf þeirra til hjólreiða. Þrír framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn í Reykjavík. Send var út spurningakönnun á alla nemendur á bóknámsbrautum ofangreindra skóla. Heppnir nemendur sem svöruðu könnuninni fengu verðlaun frá Markinu og Erninum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að mjög fáir framhaldsskólanemendur hjóla í skólann. Af þeim nemendum sem hjóla í skólann eru flestir í MR. Lítið af bílastæðum er til staðar fyrir nemendur skólans og þar af leiðandi fáir sem mæta á einkabíl. Fram kom að slæmt veður og fjarlægð frá skóla eru helstu ástæður þess að nemendur hjóla ekki til skóla. Bætt aðstaða fyrir geymslu reiðhjóla og áfangar þar sem boðið er upp á einingar fyrir að hjóla í skólann gætu stuðlað að meiri notkun hjólsins sem farartæki, að mati þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Algengara er að nemendur hjóli í frístundum heldur en að þeir hjóli í skólann. Yngri nemendur skólanna, þeir sem eru 18 ára og yngri hafa frekar aðgang að reiðhjóli og hjóla meira í frístundum heldur en eldri nemendur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar fyrir þeim skólum sem tóku þátt auk annarra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi geta stjórnendur skólanna nýtt sér það sem fram kemur í rannsókninni til að stuðla að aukinni notkun reiðhjóla sem ferðamáta.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa-tilbúin.pdf35.01 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Titilsíða-tilbúin.pdf22.78 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Hjólað í skólann-tilbúið.pdf292.1 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna