is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39110

Titill: 
  • Habitus og kerfislist : kerfin sem móta list mína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða tekin fyrir hugtök félagsfræðingsins Pierre Bourdieu. Hún mun fjalla um það hvernig minn habitus hefur mótað mig sem listamann og hvernig kerfislist tengist verkum mínum. Skoðað er hvernig hefur habitus hefur áhrif á smekk fólks og hvernig illusio (tálsýn) hvers sviðs hefur áhrif á ákvarðanatöku einstaklingsins. Þá er þeirri spurningu velt upp hvort habitus okkar byggi á hjarðhegðun eða sé persónulegt val. Skoðað verður hvernig þetta kemur fram í mínum listaverkum og listferli. Ég mun skoða eigið vinnuferli og bakgrunn verka minna og hvernig kerfi stjórna mér á margan hátt. Tilvísanakerfi mannsins eru margvísleg og kerfi sem koma frá eigin félagsmótun eða habitus, mótar ákvarðanir mínar sem listamaður. Stuðst er við skrif Jack Burnhams um kerfislist og Lawrence Alloway um kerfisbundna list til að segja hvað sú skoðun gengur út á. Út frá þessum kenningum skoða ég þær reglur sem ég set sjálfri mér í listinni sem listamaður og hvernig þær tengjast kerfislist. Loks geri ég grein fyrir því á hvaða máta kerfi birtast í verkum mínum og hvað stýrir ákvörðunum mínum í listinni.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Habitus-og-kerfislist-DIlja-lokaritgerd pdf.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna