is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39111

Titill: 
 • ,,Viltu ekki bara ríða mér?‘‘ : upplifa lögreglukonur kynferðislega áreitni af hendi skjólstæðinga við störf sín?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Vinnumenning lögreglunnar hefur verið mikið rannsökuð og má þar meðal annars nefna kynferðislega áreitni innan lögreglunnar. Fáar, ef einhverjar, rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar um kynferðislega áreitni sem lögreglumenn verða fyrir af hendi skjólstæðinga. Markmið okkar með þessari rannsókn er að vekja athygli á því hvort að lögreglukonur upplifi kynferðislega áreitni af hendi skjólstæðinga við störf sín. Allar erum við starfandi lögreglumenn og höfum orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi skjólstæðinga. Til þess að kanna hvort að fleiri lögreglukonur upplifi það sama og við lögðum við fyrir okkur þetta efni og notuðumst við megindleg og eigindleg gögn. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við níu lögreglukonur af handahófi, hvaðanæva af landinu. Viðtölin sýndu að allir viðmælendur höfðu fengið kynferðislegar eða kynbundnar athugasemdir í sinn garð en augljóst var að það vantar frekari fræðslu í þessum málefnum. Þegar niðurstöður viðtalanna voru dregnar saman kom í ljós að margir viðmælenda höfðu orðið fyrir líkamlegri og orðbundinni kynferðislegri áreitni en engin þeirra hafði kært eða tilkynnt brotið. Aðspurðar um ástæðu þess var hún langoftast sú að þær vissu ekki að það tíðkaðist eða fannst áreitnin ekki nógu alvarleg til þess að tilkynna um hana. Megindlegu gögnin voru kannanir sem lagðar voru fyrir lögreglumenn árin 2019 og 2020 og fengum við gögnin frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim könnunum var meðal annars spurt út í það hvort að lögreglumenn hafi upplifað kynferðislega áreitni og hvort að þeir hafi tilkynnt áreitnina. Niðurstöðurnar voru sláandi og engan vegin í takt við eigindlegu gögnin eða tilgátu okkar. Í könnuninni sem lögð var fyrir árið 2019 kom fram að 2 af 308 lögreglumönnum sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi skjólstæðinga og aðeins 4 af 305 árið 2020. Rannsóknarspurning okkar er því eftirfarandi: Upplifa lögreglukonur kynferðislega áreitni af hendi skjólstæðinga við störf sín? En okkar tilgáta var sú að við töldum að lögreglukonur verða fyrir kynferðislegri áreitni en hvorki tilkynni hana né kæri.

 • Útdráttur er á ensku

  Workplace culture inside the police has been studied quite a lot, including the extent of sexual harassment in the workplace. On the other hand, few studies, if any, have been made about sexual harassment that police officers experience on their job from clients. Our aim with this research is to draw attention to the question if policewomen experience sexual harassment while on their job from clients. We, the authors, are working in the police force and we´ve all experienced such harassment from clients. To see if other policewomen are experiencing the same things as we are, we decided to research this issue and used qualitative and quantitative data. We used a semi-structured questionnaire and interviewed nine randomly selected policewomen from all over the country. The interviews showed that all our addressees had received sexual or gender-specific comments about themselves on the job but it was clear that some of them lacked education and enlightenment in these matters. When the interviews’ results were summarized, it appeared that many of our addressees had suffered both physical and verbal sexual harassment but none of them had made a charge or report about the offence. When they were asked about the reason for this their common answer was that they didn’t know that it was customary or didn’t think the harassment was severe enough to report it. The quantitative data were questionnaires that police officers answered in the year of 2019 and 2020 and we got the data from the chief of police in Reykjavik. In these questionaries were, among other, questions regarding if police officers had experienced sexual harassment and if they had reported it. The results were striking and in no way in harmony with our qualitative data and hypothesis. Results in the questionnaire from 2019 showed that 2 out of 308 policemen experienced sexual harassment from clients and only 4 out of 305 in the year of 2020.
  Our research question is: Do policewomen experience sexual harassment on their job from clients? Furthermore our hypothesis is that policewomen do experience sexual harassment but do not report it or charge the client for the offence.
  Keywords: Sexual harassment, policewomen, clients of the police, report, charge

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viltu-ekki-bara-rida-mer-lokaskil.pdf798.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna