is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39112

Titill: 
  • "Vandamálið var bara að við vorum í rauninni bæði þreytt" : áhrif samræmingar vinnu og fjölskyldulífs á líðan foreldra í vaktavinnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn snýst um að skoða hvort kynjamunur sé á álagi sem foreldrar í sambúð og vaktavinnu eru undir vegna sýnilegra og ósýnilegra verkefna daglegs lífs. Einnig var lagt upp með að skoða hvort verkaskipting á heimilum væri jöfn og hvort kynjamunur væri á væntingum maka til framlags til heimilis og uppeldis með tilliti til vinnufyrirkomulags. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir og fór gagnavinnsla fram með kóðun og orðræðugreiningu. Úrtakið var hentugleikaúrtak sem var fundið í gegnum samfélagsmiðla. Djúpviðtöl voru tekin við sex foreldra í sambúð og höfðu reynslu af vaktavinnu samhliða heimilishaldi og barnauppeldi. Þátttakendur voru valdir vegna reynslu þeirra við að vinna á vöktum og heimilisaðstæðna. Þátttakendur voru á aldrinum 31-45 ára, barnafjöldi á heimilum var frá einu til fjögurra barna á aldrinum fimm mánaða til 14 ára. Rætt var við þrjár konur og þrjá karla. Niðurstöður sýndu að konur sáu að mestu leyti um heimilisverk og nánast alfarið um ósýnileg verkefni tengd heimilishaldi. Konur voru ómeðvitaðar um misskiptingu verka á heimili sínu og þau áhrifa sem hún hafði á líðan þeirra. Karlar voru meðvitaðir um ójafna verkaskiptingu og viðurkenndu vandann, voru tilbúnir til úrbóta en gerðu ekkert í því. Konur eru innan áru kynjajafnréttis (Gyða Margrét Pálsdóttir, 2009). Konur og karlar sinntu líkamlegri umönnun barna sinna jafnt, en konur báru að mestu leyti ábyrgð á skipulagi sem viðkom börnunum á heimilinu. Makar virtust bera tillit til hvíldarþarfa þátttakanda og sáu að einhverju leyti um heimilisverk og barnaumönnun á meðan vaktatörnum stóð, en á heimilum kvenkyns þátttakenda biðu þeirra oft uppsöfnuð heimilisverk í vaktafríum. Þátttakendur fundu fyrir þreytu og voru undir miklu álagi sem hafði fjölbreytt áhrif á þeirra persónulega líf, t.a.m. samband þeirra við maka, framtakssemi og líðan. Þreyta, álag og vinnutími ollu árekstrum við maka vegna ágreinings um verkaskiptingu. Niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem benda til þess að fólk í vaktavinnu sé undir auknu álagi sem veldur erfiðleikum við samræmingu vinnu og heimilis. Fjölskyldufólk, sérstaklega þeir sem vinna vaktavinnu, þurfa að vera vakandi fyrir álagsvöldum og leggja sig fram við að leita úrlausna. Rannsóknin gefur til kynna að enn sé langt í land þegar kemur að jafnrétti innan íslenskra heimila.

  • Útdráttur er á ensku

    This research emphasizes observing the gender differences on the stress that cohabiting parents in shift work are subjected to due to visible and invisible tasks of daily life. We aimed to see whether division of labour regarding household tasks and child rearing was equally distributed between men and women and whether there were gender differences in the spouse's expectation of contribution to the household with regards to working arrangement. Qualitative research methods were used in the conduct of this research, where discourse analysis and coding were used to analyse the data. Convenience sampling was recruited through social media. In-depth interviews were conducted with six parents who had experience with shift work alongside running a household and caring for children. Participants were chosen with regards to their experience with shift-work and family life. The participants’ age range was 31-45 years old. The number of children in the participants' home varied from one to four children, from five months old to 14 years old. Three men and three women participated in the research. Results indicated that women were mainly responsible for visible household tasks and almost solely responsible for invisible tasks. Women were nevertheless unaware of the inequality regarding division of household labour and its effect on their well-being. Men were aware of the imbalance in their household; easily admitted it and were ready to make amends but did not try to do so. Women stood within the Aura of Gender Equality (Gyða Margrét Pálsdóttir, 2009). Men and women equally attended to their children's physical needs, but women took sole responsibility for organisation regarding the children and the home. The participants claimed that their spouses were understanding towards their need for rest between shifts and took more responsibility for household tasks and childcaring during their work periods, but accumulated tasks waited for the female participants when work periods ended. Participants experienced fatigue and extreme stress which affected their personal life in multiple ways including their romantic relationship, their initiative and emotional well-being. Fatigue, stress, and shift arrangements caused conflict between them and their spouses on the grounds of the household's division of labour. The results are consistent with prior research, which indicated that shift workers experience increased stress, which in turn caused difficulties in balancing work and family life. It is important for shift workers to be observant of possible stressors and actively try to reduce them. This research indicates that there is still much to achieve when it comes to gender equality within Icelandic homes.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni-Eyleif-og-Sigurbjörg-Lokaútgáfa.pdf454.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna