Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39114
Það liggur í augum uppi að jörðin okkar stendur ekki undir núverandi neysluháttum mannsins. Brýn nauðsyn er á að endurhugsa þessa neyslu, en hvaða áhrif mun það hafa á mat? Líkur eru á því að matur í duftformi verði algengur kostur í framtíðinni. Duft úr skordýrum, bakteríum og smáþörungum sem hægt væri að þrívíddarprenta til neyslu.
Næring er hins vegar ekki það eina sem við fáum út úr mat. Hvernig getum við skapað nýjar hefðir í kringum matargerð ef mögulegt verður að prenta út mat? Þrívíddarprentaður matur gefur kost á að þenja út heildarhugmyndina um matargerð. Við gætum endurhugsa matreiðslu sem upplifun og eldað liti, form, áferðir, stemningu og hljóðheim.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hönnunargreining.pdf | 4,02 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |