is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39116

Titill: 
  • Fréttir í formi myndasagna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá byrjun nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu kom út fjöldi dagblaða með fréttum í formi teikninga og myndasagna á Vesturlöndum. Þessi blöð lögðust að mestu af með tilkomu fréttaljósmyndunar þar sem ljósmyndir þóttu – og þykja enn – nær veruleikanum en teikningar. Á síðustu árum hefur myndasögublaðamennska gengið í endurnýjun lífdaga en þá þróun má rekja til neðanjarðarmyndasöguhreyfingar sjöunda og áttunda áratugarins í Bandaríkjunum. Helsti frumkvöðullinn á sviði myndasögublaðamennsku er Joe Sacco sem með sagnasyrpu sinni Palestine frá 1993 olli straumhvörfum í gerð myndasagna um samtímamálefni. Nú á dögum eru gefnar út fjölmargar bækur og tímarit sem talist geta til myndasögublaðamennsku. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hverju myndasögur geta bætt við hefðbundna blaðamennsku í formi texta, ljósmynda og annarra miðla. Gerður er samanburður á heimildagildi teikninga og ljósmynda, einkum út frá kenningum heimspekingsins Susan Sontag, og áhrif mynda á lestrarupplifun könnuð. Myndasagan getur hrifið fólk fagurfræðilega og vakið áhuga þess þó að efnið sjálft sé ógnvænlegt og fráhrindandi. Í teikningunum er innbyggð áminning um að frásögn er aldrei hlutlaus. Fólk álítur ljósmyndir oft hafa beina tengingu við raunheiminn en möguleikar til breytinga og sviðsetningar eru óteljandi. Þá eru ljósmyndir aldrei alveg hlutlausar því ávallt er einhver myndhöfundur sem rammar efnið inn og undanskilur þar með vissa hluti. Myndasögur færa lesandann beint inn í frásögnina og geta sýnt aðstæður sem myndavélar hafa ekki aðgang að, svo sem í fortíðinni eða inni í huga persóna.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elisabetrun_ritgerdBA_2020.pdf52.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna