Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39120
Skjánotkun hefur aukist til muna síðustu áratugina í takt við samfélagið og framþróun í tækni. Flest börn og unglingar á grunnskólaaldri eiga sitt eigið snjalltæki og er notkun þess oft ótakmörkuð. Foreldrar og forráðamenn hafa áhyggjur af þessari þróun og hafa skjáviðmið verið sett í kjölfarið til að upplýsa foreldra um tíma og hættur sem geta fylgt skjánotkun. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hverjar eru helstu áhyggjur foreldra, hverjar eru helstu áhyggjur þeirra varðandi skjánotkun barna og hvort að áhyggjur foreldra séu misjafnar eftir kyni, aldri, tekjum, menntun og einnig áhyggjur varðandi að börnin verji of miklum tíma á netinu, séu of mikið í símanum og séu of mikið í tölvuleikjum. Gögnum var aflað úr könnun EU Kids Online Norway frá árunum 2017 - 2018. Þátttakendur voru 1001 börn og unglingar á aldrinum 9 - 17 ára. Helstu niðurstöður eru að foreldrar hafa að jafnaði umtalsverðar áhyggjur varðandi börnin sín. Það kom í ljós að foreldrar höfðu mestar áhyggjur af því að börn þeirra gætu lent í umferðarslysi og minnstu áhyggjur af áfengi og fíkniefnum. Einnig höfðu foreldrar mestar áhyggjur af því að barnið þeirra myndi upplifa neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra út frá netnotkun. Foreldrar 40 ára og yngri höfðu meiri áhyggjur en hinir aldurshóparnir tveir þegar kom að skjánotkun barna þeirra. Konur hafa meiri áhyggjur af netnotkun en karlar. Foreldrar sem hafa miklar áhyggjur af börnunum sínum hafa einnig miklar áhyggjur varðandi netnotkun þeirra. Þeir foreldrar sem hafa miklar áhyggjur af netnotkun hafa auk umtalsverðar áhyggjur varðandi það að börnin þeirra noti símann of mikið og spili tölvuleiki of mikið. Lykilhugtök: Skjánotkun, börn og unglingar, áhyggjur foreldra, nethættur
Screen use has increased significantly in recent decades in line with society and the development of technology. Most children and teenagers of primary school age have their own screen device and it is often used indefinitely. Parents and guardians are worried about this development and screen criteria have been set as a result to inform parents about the time and risks that may accompany screen use. The aim of the study is to examine what are the main worrys of parents regarding children's screen use and whether parents' worries vary according to gender, age, income, education and if they spend a lot of time in front of screens. Data were collected from the EU Kids Online Norway survey from 2017 - 2018. The participants were 1001 children and adolescents aged 9 - 17 years. The main results are that parents are significantly worries about their children and screen use. Regarding parents' worries, it was found that parents were most worried about their child being involved in a traffic accident and least concerned about alcohol and drugs. Regarding worries of Internet use, parents were most concerned that their child would experience a negative impact on their self-esteem. Parents aged 40 and younger were more worried than the other two age groups when it came to their children's screen use. Women are more concerned about internet use than men. Parents who are very overall worried about their children are also very worried about their internet use. Those parents who are very worried about internet use are also significantly worried about their children using the phone too much and playing video games too much. Key words: Screen use, children and adolescents, parents worry, internet risks
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerdÁhyggjur.pdf | 489.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |