Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39122
Þegar ég byrjaði í tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands hafði ég litlar sem engar hugmyndir um hverjar framtíðaráætlanir mínar í tónlist væru. Ég hafði þó, og hef enn, áhuga á ýmsum hlutverkum tónskáldsins og vildi svolítið sjá hvert skólinn myndi leiða mig. Snemma á skólagöngunni fóru samnemendur mínir að biðja mig um að taka þátt í þeirra tónlistarsköpun og ég hafði mjög gaman að þeirri vinnu. Verkefni af þessu tagi urðu svo
mörg að eina önnina fékk ég umsögn frá kennaranum mínum um að „passa uppá önnur utanaðkomandi verkefni eins og pródúksjón og mix fyrir aðra, sem tekur kannski óþarflega mikinn tíma frá eigin sköpun“. Ég hugsaði líka lengi vel á sama hátt, að ég þyrfti að fara að draga úr þessari vinnu og einbeita mér að því að semja fleiri verk sjálfur jafnvel þó mér
þótti það ekki jafn skemmtilegt. Það var ekki fyrr en ég var kominn út í skiptinám að læra Music Production í Rythmísku Konservatoríunni í Kaupmannahöfn að ég áttaði mig á því að ég mætti alveg gera bara það sem mér finnst skemmtilegt og það sem ég er góður í og sleppa því sem mér finnst leiðinlegt og ég er lélegur í. Allt þetta stúss; að láta lag hljóma vel, búa til hljóð sem þjóna laginu, vera ritstjóri, búa til pláss fyrir aðra til að vera skapandi í, vera skipulagður svo aðrir geta verið kaótískir, búa til tónlist saman, það er mín sköpun.
Mér fannst því viðeigandi að lokaverkefnið mitt yrði vinna verkefni af þessu tagi frekar en að gera hefðbundið tónverk. Ég leitaði til þriggja ólíkra tónlistarmanna til þess að vinna með á önninni. Ástæðan fyrir að ég vildi gera eitt lag með mörgum frekar en mörg lög með einum er að ég vildi sýna að ég gæti unnið að mismunandi tegundum af tónlist og haft
eitthvað fram að færa í mismunandi samhengjum. Mér finnst einnig mikilvægt, og skemmtilegt, að geta haldið nokkrum boltum á lofti í einu. Úr því urðu þessi þrjú samstörf. Þau eru öll að eitthverju leiti framhöld af samstörfum og verkum sem ég hef gert áður en einnig skref í nýjar áttir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elvar_Smari_Juliusson-Greinagerd.pdf | 3,3 MB | Lokaður til...01.06.2121 | Greinargerð |