is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39124

Titill: 
 • Titill er á ensku Mental health issues and athletic identity among athletes in individual sports
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var skoðað algengi og meðaltal kvíða og þunglyndiseinkenna ásamt íþróttasjálfsmynd meðal íþróttafólks í einstaklingsíþróttum. Þátttakendur voru 187 talsins, allir í einstaklingsíþróttum og á aldursbilinu 18 ára og eldri.
  Bakgrunnur
  Rannsóknir hafa sýnt fram á að atvinnuíþróttafólk sé líklegt til að glíma við mikið álag sem getur haft töluverð áhrif á andlega heilsu, og íþrótta sjálfsmynd þeirra. Fyrri rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að íþróttafólk með háa íþrótta sjálfsmynd sé líklegra til að glíma við kvíða og þunglyndi, þá aðallega í tengslum við meiðsli. Einnig hafa niðurstöður sýnt að konur eru líklegri til að mælast hærri á kvíða- og þunglyndis skala en karlmenn.
  Markmið/tilgangur
  Tilgangur ritgerðarinnar var að skoða samband andlegrar heilsu, með áherslu á kvíða- og þunglyndiseinkenni, íþrótta sjálfsmynd, meiðsli og keppnistímabil milli kynjanna ásamt því að bera saman íþrótta sjálfsmynd, andlega heilsu og æfingafjölda milli kynjanna í einstaklingsíþróttum.
  Aðferð
  Mælitæki sem notuð voru eru eftirfarandi: General Anxiety Disorder 7 (GAD-7), Patient Health Questionnaire 9 (PHQ-9) og Athletic Identity Measurement scale (AIMS).
  Niðurstöður
  Konur skoruðu hærra en karlar í þunglyndiseinkennum ásamt kvíðaeinkennum og íþróttafólk sem glímdi við íþróttameiðsl mældist hærra í einkennum kvíða og þunglyndis. Íþróttafólk í einstaklingsíþróttum skorar hærra á þunglyndis- og kvíðaskala en íþróttafólk sem stundar hópíþróttir og liðsíþróttir, sem styður þá kenningu að einstaklingsíþróttir geti haft töluverð áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að því hærri íþrótta sjálfsmynd sem íþróttamaður mælist með, því líklegri en viðkomandi að sýna einkenni kvíða og þunglyndis.
  Ályktun
  Íþróttafólk í einstaklingsíþróttum sýna meiri einkenni kvíða og þunglyndis, og niðurstöður þessarar rannsóknar styðja við tilgátuna um að kvenkyns íþróttamenn skori hærra en karlkyns íþróttamenn í einkennum kvíða og þunglyndis. Kvenkyns íþróttamenn í faguríþróttum skora hæst í mælingum á vanlíðan (kvíða- og þunglyndiseinkenni).
  Lykilhugtök: Íþrótta sjálfsmynd, þunglyndi, kvíði, meiðsli og kynjamunur.

 • Útdráttur er á ensku

  This study explores general rates and mean differences between anxiety and depressive symptoms and athletic identity among athletes within individual sports. Participants were 187 individuals, all athletes within individual sports in the age range 18+.
  Background
  Studies have shown that elite athletes are at a particular risk for dealing with stress and pressure, which can affect their mental health, as well as their athletic identity. Other studies also showed that athletes with a high athletic identity are more likely to suffer from anxiety and depression after injuries. Women score higher than men on the anxiety and depression scale.
  Aims
  The purpose of this study is to explore the connection between mental health, especially anxiety and depressive symptoms, athletic identity, injuries and seasons between the genders, and compare athletic identity, mental health and hours of training between the genders within individual sports.
  Method
  Measuring instruments that were used were General Anxiety Disorder 7 (GAD-7), Patient Health Questionnaire 9 (PHQ-9) and Athletic Identity Measurement scale (AIMS).
  Results
  Women scored higher than men in depression symptoms and anxiety symptoms. Athletes that suffered from injuries scored higher in symptoms of anxiety and depression, and athletes in individual sports also scored higher than athletes in team sport, which supports the theory that individual sports can have an impact on athletes´ mental health. The results also indicated that the higher the athletic identity the athletes have, the more likely the individual is to experience symptoms of anxiety and depression.
  Conclusion
  Athletes within individual sports show risk of being exposed to anxiety and depressive symptoms. The results of this study support the hypotheses, female athletes show higher rates of anxiety and depressive symptoms in most individual sports compared to male athletes. Females in aesthetic sports show the highest prevalence rates for distress (anxiety and depressive symptoms).
  Keywords:
  Athletic identity, depression, anxiety, injuries and gender differences.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mental Health Issues and Athletic Identity among Athletes in Individual Sports.pdf684.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna