Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39126
Streetwear er tískufyrirbrigði sem hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár um allan heim. Í þessari ritgerð verður ljósi varpað á streetwear senuna á Íslandi í dag, þau áhrif sem tískufyrirbrigðið hefur haft á fatatísku og menningu hér á landi. Í ritgerðinni verður notast við enska orðið streetwear þar sem íslenska orðið götutíska, sem oft hefur verið notað yfir fyrirbærið, er of víðfemt til þess að hægt verði að nota það í þessu samhengi. Fjallað verður um íslensku senuna í tengslum við senuna erlendis, uppruna hennar og áhrif. Tilkoma stafrænna miðla hefur óneitanlega haft mikil áhrif á útbreiðslu tísku og tískustrauma. Við lifum á tímum áhrifavalda og markaðssetning og umfjöllun um tísku hefur færst frá prentuðum miðlum yfir á stafræna miðla, til dæmis samfélagsmiðla eins og Instagram, þar sem fyrirmyndir úr tónlist og tísku eru áberandi. Unnin voru viðtöl, samkvæmt eigindlegri aðferðafræði, við Íslendinga sem hafa áhrif og völd innan senunnar hér á landi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
emilianabirta_ritgerdba_2020.pdf | 6,23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |