is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39134

Titill: 
  • Fjarvinna á tímum Covid-19 : hver er upplifun mannauðsstjóra af þeim áhrifum sem aukin fjarvinna vegna Covid-19 hefur haft á vinnustaðinn?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig mannauðsstjórar upplifðu áhrifin af aukinni fjarvinnu vegna Covid-19 á vinnustað þeirra. Skoðað var hvaða áskorunum mannauðsstjórarnir stóðu frammi fyrir og hversu vel fyrirtækið var undirbúið, hvort til hafi verið viðbragðsáætlanir til að bregðast við krísu sem þessari þar sem skyndilega var komið á samkomutakmörkunum, og hvort þekking og tækjabúnaður hafi verið til staðar til að takast á við breytingarnar. Líðan starfsfólks var einnig tekin fyrir, ásamt aðstæðum heima fyrir hjá þeim sem þurftu að vinna heima. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin voru viðtöl við tólf mannauðsstjóra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni.
    Niðurstöður leiddu í ljós að margt gekk vel og sumt betur en hægt var að vona. Mannauðsstjórarnir voru almennt mjög jákvæðir yfir því hvernig til tókst og sáu möguleika á margvíslegri hagræðingu fyrir fyrirtækin og starfsfólkið. Meðal jákvæðra þátta sem mannauðsstjórar nefndu voru: færri ferðir á fundi og ráðstefnur, möguleikar á að draga saman í húsnæði, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs með sveigjanlegri vinnutíma starfsfólks, minni mengun og að dregið hafi úr margvíslegum öðrum kostnaði. Vinnustaðir voru þó misvel undirbúnir til að mæta þessari áskorun s.s. varðandi tækni- og tækjabúnað. Einnig voru aðstaða og aðstæður starfsmanna misjafnar til að vinna í fjarvinnu. Heilt yfir virtust allir leggjast á eitt og íslenska mottóið „Þetta reddast“ virðist svo sannarlega hafa átt við.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to examine how human resource managers experienced the effects of increased teleworking due to Covid-19 in their workplace. The challenges the HR managers faced were examined, as well as how well the company was prepared, The study also examines whether companies had made contingency plans to respond to a crisis such as this where restrictions of gatherings were suddenly imposed, and whether knowledge and equipment were available to deal with the changes. The well-being of employees and the conditions at home for those who had to work at home were also taken into account. A qualitative research method was used and interviews were conducted with twelve human resources managers of companies listed on Nasdaq Iceland. The results showed that many things went well and some better than could be hoped for. The human resources managers were generally very positive about how the employees of their companies had done, and saw future possibility to optimize efficiency for the companies and employees. Examples of positive factors that were mentioned were fewer trips to meetings and conferences, opportunities to reduce housing, staff flexibility would increase, pollution would be reduced and costs could be reduced. Workplaces, however, were differently prepared to meet this challenge, e.g. regarding technology and equipment. There were also different facilities and conditions at home for employees to work remotely. On the whole, everyone seemed to agree and the Icelandic motto “Þetta reddast”, which can be translated to “it will all work out okay”, certainly seems to have applied.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjarvinna á tímum Covid-19. Margrét Gísladóttir.pdf923.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna