is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39135

Titill: 
  • Skynjunarflæði, jákvæð upplifun á sjónrænum áreitum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Af hverju skynjum við sum áreiti sem falleg en önnur ekki? Ekki enn hefur fundist fagurfræðileg formúla en ákveðin atriði í sjónrænni skynjun benda til þess að hægt sé að horfa á fegurð á hlutlægan hátt. Hér er skoðað fagurfræði út frá flæði kenningin um fagurfræðilega ánægju sem skoðar skynjun út frá uppbyggingu hugans og þá úrvinnslu sem á sér stað. Ákveðin sjónræn áreriti er auðvelt að skynja þar sem úrvinnslan á þeim er hröð og einföld sem veitir okkur mild jákvæð áhrif sem gjarnan eru upplifuð sem fegurð. Þessi hraða og einfalda úrvinnsla á sjónrænum áreitum er kölluð skynjunarflæði, en dæmi um skynjunaratriði sem fellur undir skynjunarflæði er samhverfa. Samhverfa er einföld í úrvinnslu þar sem hún inniheldur almennt færri upplýsingar en önnur áreiti og auðvelt er að bera kennsl á hana, jafnvel frá erfiðum sjónarhornum. Endurtekning á áreitum er mikilvægur áhrifaþáttur í skynjunarflæði, en þegar ákveðið skynjunaratriði er endurtekið er það líklegra til þess að ýta undir skynjunarflæði. Fjallað verður um þau skynjunaratriði sem eiga það sameiginlegt að við löðumst að þeim þar sem þau gera okkur kleift að upplifa skynjunarflæði. Þessi skynjunaratriði eru Gestalt reglur, áhrif endurtekinna áreita, frumgerðir, grunnsáhrif og fegurð og sannleikur.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ernasolrun_ritgerðBA_2020.pdf331.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna