Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39139
Þessi ritgerð fjallar um mannauðsstjórnun á Íslandi og tekur á því hvort munur sé á mannauðsstjórnun innan opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna. Einnig var athugað hvað starfandi mannauðsstjórar teldu hlutverk mannauðsstjóra vera ásamt því hvað myndi einkenna góðan mannauðsstjóra. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex starfandi mannauðsstjóra, þrjú viðtöl við mannauðsstjóra innan opinberra stofnana og þrjú viðtöl við mannauðsstjóra á almennum markaði. Markmið rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni:
Er munur á milli mannauðsstjórnunar innan opinberra stofnana og einkarekinna fyrirtækja?
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að munur væri á þessum tveimur mörkuðum og mannauðsstjórnunin innan þeirra sömuleiðis væri mismunandi, þar sem opinberi markaðurinn stjórnast aðallega af lögum og reglum stjórnsýslunnar og sá síðari hefur aðeins meira frjálsræði þegar kemur að mannauðsmálum innan fyrirtækja. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að góður mannauðsstjóri þyrfti að hafa mikinn áhuga á fólki og að geta átt auðvelt með samskipti við það. Hann þyrfti einnig að vera með mikla tilfinningagreind, ásamt því að kunna á rekstur fyrirtækja og stofnana og síðast en ekki síst geta haldið mörgum boltum á lofti í einu verkefnalega séð. Það kom einnig fram við framkvæmd rannsóknarinnar að hlutverk mannauðsstjóra er margþætt og fer að mestu eftir stefnum og áherslum skipulags-heildarinnar. Samhljóða niðurstaða viðmælenda var þó að hlutverk mannauðsstjóra væri að aðstoða stjórnendur fyrirtækisins við að verða betri stjórnendur og að mannauðsstjórinn væri frekar á bakvið tjöldin heldur en í augsýn.
This thesis explores the field of Human Resource Management in Iceland. The reasearch project furthermore discusses if there are differences in Human Resource Management between the two working sectors, public and privite. To further examine the topic of Human Resource Management, acting Human Resource Managers expressed their own idea of what they believe to be the role and qualities of successful Human Resource Manager. The research project focused around a qualitative study were six acting Human Resource Managers were interviewed, three managers from the public sector and three managers from the private sector. The goal of the research project was to answer this research question;
Does Human Resource Management differ between the private or the public sector?
The results of the study showed that there are differences between the two working sectors and the Human Resource Management within them. The public sector has more red tape and is mainly governed by laws and regulations and by contrary the private sector has more freedom and room for interpretation within the company. What was also evident is tha one of the most important personal trait for a Human Resource Manager is emotional intelligence that carries into being very interested in people and to be able to communicate easily with them, just as it is important for the Human Resource Manager to know the operations of the company or institution. In essence, to be able to juggle many balls in the air at one time. It was also evident in the study that the role of a Human Resource Manager is very multifaceted and largely depends on the policies and emphases of the organization. The unamious conclusion of the six interviewees was that the role of Human Resource Manager was to back up and help the company managers to become better managers, working from behind the scenes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Marianna_BSc_tilbúið1.pdf | 637,53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |