is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39141

Titill: 
  • Heimsfaraldur og heilsugæslan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif arkitektúrs og hönnunar heilsugæslustöðva í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Framkvæmd var eigindlega rannsókn í formi spurningalista sem sendur var á heilsugæslustöðvar innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, HH. Áhrif hönnunar innganga, móttöku og innra skipulags stöðvanna almennt var skoðuð með hliðsjón af aðstæðum í heimsfaraldri. Einnig var ytra umhverfi stöðvanna skoðað. Arkitektúr stöðvanna er settur í samhengi við kenningar innan arkitektafræðanna um almenningsstaði og breytingar á starfseminni eru skoðaðar út frá kenningum heimspekingsins Bruno Latour. Einnig var stuðst við umfjöllun fjölmiðla á tímabilinu sem er til umfjöllunar, viðtöl, útgefið og óútgefnu efni frá heilbrigðisyfirvöldum. Niðurstöður sýndu að húsnæði flestra heilsugæslustöðva innan HH var verulega hindrandi fyrir starfsemi í heimsfaraldri. Fjöldi innganga, skipulag á biðstofum og innra skipulag sem kom í veg fyrir að hægt væri að skipta stöðvunum upp hömluðu mjög þjónustu. Þjónusta tengd COVID-19 færðist fljótlega út á bílastæði stöðvanna og í bílakjallara Hörpu. Fljótt reyndist svo ljóst að vinnuaðstaðan á bílastæðunum og í bílastæðakjöllurum væri óviðunandi. Reynt er að varpa ljósi á mögulegar lausnir og útfærslur þannig að hanna megi heilsugæslustöðvar framtíðarinnar á þann hátt að húsnæði þeirra hamli ekki starfsemi í heimsfaraldri án þess þó að skerða getu þeirra til að þjónusta fólk milli heimsfaraldra eins og best verður á kosið.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EvaDoggJohannsdottir_ritgerdBA_2020.pdf1.56 MBLokaðurHeildartextiPDF