Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/39144
Markmið rannsóknarinnar var að skoða kostnað við fæðingar hér á landi og bera saman kostnað milli fæðingarstaða. Fæðingarstaðirnir sem teknir voru fyrir voru Landspítali Háskólasjúkrahús, Björkin fæðingarstofa og heimafæðingar á vegum Bjarkarinnar. Ósjúkratryggðar konur sem greiða þurfa sjálfar fyrir fæðingu gera sér ekki oft grein fyrir að mismunur getur verið á kostnaði á fæðingarstöðum og margar konur, hvort sem þær eru sjúkratryggðar eða ekki átta sig ekki á því að þær hafi val um fæðingarstað.
Hugmyndin að verkefninu varð til þegar rannsakandi vann sem ritari á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans. Áhugi á fæðingarferlinu og öllu sem viðkemur því varð gríðarlegur og vildi rannsakandi kanna hliðar ferlisins sem tengjast viðskiptafræðinni. Þá fór áhuginn að beinast að fleiri fæðingarstöðum og því hvað gæti mögulega aðgreint þá þegar snýr að kostnaði.
Í rannsókninni var reynt að komast að því hver munur sé á kostnaði milli fæðingarstaða og grein gerð fyrir mismuninum. Einnig verður fjallað um mismunandi þjónustustig fæðingarstaðanna til þess að gera grein fyrir þeirri þjónustu sem veitt er á hverjum stað fyrir sig.
Niðurstöður leiddu í ljós að mögulegt var að gera samanburð á kostnaði. Heimafæðingar á vegum Bjarkarinnar komu út sem hagkvæmasti kostur ósjúkratryggðra kvenna sem þurfa sjálfar að greiða fyrir þjónustu sem þær fá. Hagkvæmara er fyrir ósjúkratryggða konu utan EES að fæða hjá fæðingarstofu Bjarkarinnar þar sem auka álag er sett á verð ósjúkratryggðra kvenna utan EES hjá Landspítalanum. Fyrir konur innan EES getur þó reynst erfitt að meta hvort hagkvæmara sé að fæða á Landspítalanum eða Björkinni fæðingarstofu þar sem kostnaðarþættir og þjónusta eru óljós fyrir innlögn.
Kostnaðarþættir sem notaðir voru, voru opinberar tölur og miðað var við árið 2021. Kostnaðarupplýsingar voru fundnar á heimasíðum heilbrigðisstofnanna ásamt heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.
Lykilorð: DRG, Landspítali, Björkin, Fæðing, Kostnaðarþættir
The aim of the study was to examine the cost of births in Iceland and also to examine whether there is a difference in cost of birth between birthplaces. The birthplaces that were looked at were Landspítali University Hospital, Björkin maternity ward and homebirths provided by Björkin. Uninsured women who have to pay for the birth themselves do not necessarily realize there can be a difference in the cost beetween birthplaces and many women, whether they are insured or not, don‘t realize they have a choice when it comes to birthplaces. The idea for the subject of the study came about when the researcher worked as a secretary in the maternity ward at Landspítali. The interest in births and everything related to it became enormous and the researcher wanted to explore the business aspects of the process. Then the interest in other birthplaces and what distinguishes them became stronger. The researcher attempted to find out whether there is a difference in cost between birthplaces and if so, explain the difference. In addition, varying service levels of each birth place will be examined in order to differentiate between what service is provided in the respective locations. The results showed that it was possible to compare these costs. Homebirths provided by Björkin was revealed to be the most cost effective for women without health insurance who have to pay for services rendered themselves. For women without insurance from countries outside of the EEA it is more cost effective to deliver at Björkin maternity ward as an additional cost is added for these women at Landspítali. For women from inside the EEA it can be difficult to ascertain whether it is more cost effective to give birth at Landspítali or Björkin maternity ward, as the DRG category for the woman in question is unpredictable in advance. Cost factors used are public record and the year 2021 was the year of focus. Cost information was found on the websites for health care institutions as well as the website of Icelandic Health Insurance.
Keywords: DRG, Landspítali, Björkin, Birth, Cost figures
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Jóna Valdís Benjamínsdóttir - Fæðingar á Íslandi.pdf | 694,01 kB | Open | Complete Text | View/Open |