Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39146
Ábyrgar fjárfestingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki undan farin ár fyrir fjárfesta sem vilja stuðla að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærri þróun. Ábyrgar fjárfestingar er fjárfestingarstefna sem tekur mið af umhverfis-, félagslegum þáttum og sjórnunarháttum inn í ákvörðunarferlið við fjárfestingar. Fjárfestar geta valið að fylgja ákveðinni stefnu þegar kemur að ábyrgum fjárfestingum og unnið þannig markvist að sjálfbærri þróun.
Í þessari ritgerð var viðhorf og notkun íslenskra fagfjárfesta rannsakað þegar kemur að því að mynda sér stefnu í ábyrgum fjárfestingum, hvort það sé unnið eftir ákveðinni stefnu og hvaða aðferðum er þá beitt. Send var spurningakönnun á alla sjóði og félög landsins sem flokkast undir fagfjárfesta og þeir beðnir um að taka þátt.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að flestir að þeim sem svöruðu hafa myndað sér stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar. Flest allir notuðu sömu aðferðir við ábyrgar fjárfestingar þar sem samþætting UFS þátta og neikvæð skimun voru lang algengustu aðferðinar af þeim sem svöruðu. Stefna lífeyrissjóðanna er að eingöngu nýta sér eignastýringu hjá aðila sem hefur nú þegar stefnumörkun í ábyrgum fjárfestingum.
Lykilorð: Ábyrgar fjárfestingar, samfélagsleg ábyrgð, sjálfbær þróun, UFS, fagfjárfestar
Responsible investments have been increasing their popularity and importance over the last year for investors who want to contribute to sustainable development and social responsibility. Responsible investments is an investment policy that takes into consideration environmental, social and corporate governance (ESG) during the decision process. Investors can choose to follow a specific policy concerning responsible investments and therefore work targeted towards sustainable development.
In this report, the attitude and view of Icelandic investors were researched when it comes to forming a specific policy towards responsible investments. Additionally, whether they work with a specific policy and what methods they use. A questionnaire was sent to all funds and organizations in Icelands who qualify as professional investors.
The outcome of this research was that most of the professional investors who answered have already formed a specific policy about responsible financing. The majority used the same methods in regards to responsible investing, where a combination of the ESG‘s and negative screening were the two main methods. Pension funds have the policy of only using asset management from a party that has aligned strategy towards responsible investments.
Keywords: Responsible investments, social responsibility, sustainable development, ESG, professional investors
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni-Óli Rafn Kristinsson.pdf | 810.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |