is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39156

Titill: 
  • Íþróttaþátttaka á tímum COVID-19
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi og er talið að átta af hverjum tíu börnum taki þátt í skipulögðu íþróttastarfi með íþróttafélagi. Þá er algengt að börn og unglingar stundi fleiri en eina íþrótt samtímis. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á með rannsóknum að íþróttir/hreyfing geri fólki almennt gott finnast einstaklingar sem taka þá ákvörðun að hætta að æfa íþróttir af einhverri ástæðu. Skilgreining á brottfalli úr íþróttum er sú að hætti iðkandi að æfa íþrótt telst það brottfall. Ekki er tekið tillit til þess að hann æfi aðrar íþróttagreinar.
    Markmið verkefnisins var að athuga hvort greina megi áhrif af Covid-19 á á skráningar hjá Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík á tímum heimsfaraldurs. Í verkefninu er skoðað hvort breyting hafi orðið á skráningarfjölda iðkenda á tímabilinu vor 2018 til vors 2021. Helstu niðurstöður er að hjá Fjölni er aukning á tímum COVID-19 þegar félagið er skoðað í heild þó greina megi fækkun í einstaka deildum. Hvort fleiri einstaklingar séu á bak við þessa aukningu eða hvort þeir sem æfa eina íþrótta ákveði að æfa fleiri er ekki hægt að segja til um. Niðurstöðurnar benda þó til þess að á tímum þar sem hreyfing er mikilvægari oft áður þá eru fleiri sem nýta sér skipulagt íþróttastarf í Grafarvoginum en áður.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinn_lokaskil.pdf4.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna