is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39158

Titill: 
  • Raunveruleikinn og ég : þar sem veruleikinn blandast með skáldskapnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um tenginguna á milli skáldskapar og raunveruleikans sem umlykur mig. Teknir eru fyrir nokkrir þættir sem koma fyrir í raunveruleikanum s.s. sögusagnir, þrár, draumar, hegðun og sjónarhorn. Sögusagnir sem koma beint frá móður minni og þróast hjá mér í gegnum árin. Það að forðast raunveruleikann með þrá í að komast í aðrar aðstæður og pressan sem fylgir því að uppfylla kröfur/drauma annarra. Hvernig hegðun getur breyst eftir aðstæðum og hvernig við getum séð hluti frá öðru sjónarhorni.
    Ég styð mig við fræði Patrick Devine-Wright og Susan Clayton um sjálfsmyndina og umhverfishegðun, M.K Johnson og C.L. Raye um raunveruleikavöktun og Michael Kirby um hvað sé að leika og hvað sé að ekki að leika. Ásamt því að skoða þessi fræði og tengsl minna verka við þau ber ég mín verk saman við aðra listamenn í tengslum við umfjöllunarefni hvers kafla.
    Þegar ég skoðaði alla þessa þætti og leitaði svars af hverju ég geri það sem ég geri og hvernig umhverfið spilar stóran þátt í því að móta einstaklinginn þá blasti við mér að verkin mín eru bundin saman með tengingu milli raunveruleikans og skáldskapar.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fríða Katrín BA ritgerð.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna