Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/39165
Í þessari rannsókn er stjórnun framandi tegunda á Íslandi skoðuð út frá hnúðlaxi sem dæmi um tegund sem hefur borist til Íslands sem flækingur allt frá 1960 en fjölgaði mikið árin 2017 og 2019. Skoðunin náði til stjórnkerfis ríkisins eins og það birtist, allt frá alþjóðasamningum, stefnumörkunum, lagasetningu, til framkvæmdar einstakra stofnana. Rannsóknin fólst í heimildavinnu og viðtölum, þar sem talað var við tíu aðila, sex í lykilstöðum í stjórnkerfinu og fjóra frá ólíkum hagsmunaaðilum í náttúruvernd og stangveiði, til þess að svara því hvaða samhengi er á milli stjórnunar íslenska ríkisins á framandi og ágengum tegundum og stefnu þess um líffræðilega fjölbreytni. Niðurstöðurnar má draga saman í þrjú megin atriði: A) Viðbrögð við komu hnúðlax til Íslands og skyndilegrar fjölgunar hans eru takmörkuð við skráningu á veiði og móttöku sýna. Engar rannsóknir eða ferli hafa verið sett sérstaklega í gang vegna komu hans. Þekkingu á grunnþáttum vistfræði hans og atferli á Íslandi er ábótavant. B) Vöktun og rannsóknum framandi tegunda á Íslandi er ábótavant. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ekki, hingað til, fylgst með lífríki sjávar og ferskvatns. Engar áætlanir, verkferlar eða skipulegar samhæfðar aðferðir liggja fyrir um hvernig skuli fylgjast með framandi tegundum og hvernig skuli flokka ágengar tegundir sem slíkar. C) Stjórnun lífauðlinda í stjórnkerfi íslenska ríkisins hvað varðar framandi tegundir er ábótavant á öllum stjórnunarstigum; alþjóðasamninga, stefnumörkun, lagasetning og framkvæmd. Í heimi þar sem ágengar tegundir eru ört vaxandi ógn við líffræðilega fjölbreytni, gefur rannsóknin innsýn í vandamál stjórnunar á framandi og ágengum tegundum á Íslandi og gerir tillögur um lausnir á þeim.
This thesis investigates the resource management of alien species and invasive alien species (IAS) in Iceland using the example of pink salmon (Oncorhynchus gorbuscha), recently fished in greatly increased numbers. The research was directed at all levels of public administration, including international conventions and collaborations, public policy, legislation, and execution of individual institutions and bodies in order to explore management pathways for invasive species under Iceland’s biological diversity policies. Complementary methods of document analysis and semi-structured interviews ensured data saturation. Documents such as international agreements, Icelandic parliamentary resolutions, laws, regulations, and action plans were analysed for similarities, differences, and knowledge gaps in relation to pink salmon management. Interviews conducted with ten stakeholders, chosen by their centrality in Icelandic administration, angling and nature conservation, focused on individuals’ experience, knowledge and perception of pink salmon management in Iceland. Results can be drawn together in three main themes: A) Reactions to the arrival of pink salmon are limited to registration of catches and receiving of specimens. No research or procedures have been initiated due to its arrival. Knowledge of basic ecology and behaviour in Iceland are lacking. B) Monitoring, research and science of alien species in Iceland are lacking. The Icelandic Institute of Natural History has not hitherto surveyed life in fresh- or coastal waters. No plans, procedures, or organized coordinated methods are available for how alien species should be monitored/surveyed or how IAS should be categorized as such. C) Management of biological resources of the Icelandic state, regarding alien species, is lacking on all administrational levels, international conventions and collaborations, public policy, legislation, and execution. Because of the growing importance of invasive species management around the world, this research adds novel insight into opportunities for improvement of invasive species management in Iceland.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MRMritgEndHF.pdf | 1,19 MB | Open | Complete Text | View/Open |