is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39167

Titill: 
  • Aðkoma lögreglu að heimilisofbeldi þegar lögregla er kvödd inn á heimili vegna gruns um heimilisofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.A. gráðu í lögreglufræðum við Háskólann á Akueyri. Markmið mitt var að skoða þá verkferla sem lögreglan á að vinna eftir á vettvangi heimilisofbeldis, samkvæmt verklagsreglum ríkislögreglustjóra og hvort og þá hvernig breytingarnar sem urðu á þeim árið 2015 leiddu til betri aðstoðar og þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis. Ég vildi leita svara við tveimur rannsóknarspurningar, „Hverjir eru fyrstu verkferlar lögreglunnar við aðkomu inn á heimili í kjölfar tilkynningar um heimilisófrið eða heimilisofbeldi?“ og „Hvernig er nýju verklagi varðandi heimilisofbeldi háttað í samanburði við hvernig það var áður og hvernig er eftirfylgni lögreglu háttað nú¬?“ Rannsókn mín byggði á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem ég tók m.a, viðtöl við tvo lögreglumenn sem starfa á vettvangi heimilisofbeldismála. Leit mín að svörum við rannsóknarspurningunum leiddi í ljós að verkferlar og verklagsreglur lögreglunnar varðandi aðkomu að heimilisofbeldissmálum hafa breyst og þróast í gegnum árin. Hér áður fóru almennt aðeins tveir lögreglumenn í útkall vegna heimilisofbeldis, en í dag fara auk lögreglumannanna fulltrúar félagsþjónustu og barnaverndar og áhersla er lögð á markvissa eftirfylgni. Í dag er meiri áhersla á það en áður að styrkja ekki aðeins þolanda heimilisofbeldisins heldur einnig gerandann. Mikil áhersla er á að huga sem best að líðan barna sem upplifa heimilisofbeldi eða tengjast því á einhvern hátt. Í rannsókn minni kom einnig í ljós að tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði áberandi eftir að settar voru samkomutakmarkanir eftir að Covid19 faraldurinn fór í gang. Jákvætt viðhorf almennings gagnvart því að tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu er líka algengara nú. Aðferðir lögreglu til að ná til erlendra þolenda heimilisofbeldis eru einnig orðnar markvissari. Góð samvinna allra aðila, markviss rannsóknarvinna, nálgun á vettvangi og framvinda eftirfylgni, forvarnir, bjargráð og fræðsluefni, gefa von um betri árangur til að draga úr heimilisofbeldi en áður.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is my final project for my B.A. thesis in police study in the University of Akureyri. My goal is to examine the procedures that the police is supposed to follow at the field of domestic violence, according the standard procedure of The National Commissioner of the Police and if and how the changes made to them in 2015 resulted in better assistance and service for the victims of domestic violence. I wanted to find answers to two study questions, “what are the first procedures of the police when entering a home following a call about domestic disturbance or domestic violence?” And “how is the new procedure concerning domestic violence compared to previous procedure and how is the current follow-up done by the police?” My study is based on a quantitative research method where I inter alia interviewed two police officers who work in the field of domestic violence. My search for answers to my research inquiries revealed that the procedure of the police in relation to domestic violence cases have changed and developed throughout the years. In earlier times, only two police officers responded to a domestic violence call, but today, in addition to the policemen, representatives of social services and Child Protections Services also come the field of domestic violence and emphasis is put on a goal-orientated follow-up. Today there is more emphasis put on that than in earlier times to not only strengthen the victims of domestic violence but also the doer. Great emphasis is put on taking the best possible care of the well-being of the children that experience domestic violence or are related to that in some way. My study also revealed that reports of domestic violence clearly increased following the introduction of the gathering limits since the beginning of the Covid19 pandemic. A positive public attitude towards reporting domestic violence to the police is also more common now. The methods of the police to reach foreign victims of domestic violence are also goal-orientated now. Good cooperation of all parties, goal-orientated research work, approach in the field and the progress of a follow-up, preventive measures, resources and educational material, give hope for better results in decreasing domestic violence than before.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. Ritgerð HA pdf.pdf567.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna