is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39168

Titill: 
  • Afbrotahegðun unglinga á tímum COVID-19 í ljósi taumhaldskenninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er skoða áhrif COVID-19 faraldursins á afbrot og þá sérstaklega ofbeldisbrot meðal unglinga. Við lögðum upp með eftirfarandi rannsóknaspurningu: Hvaða áhrif hafði COVID-19 faraldurinn á fjölda afbrota meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu? Niðurstöðurnar voru túlkaðar í ljósi taumhaldskenninga, sem einblína á þá þætti sem koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér.
    COVID-19 faraldurinn hafði þau áhrif að einstaklingum og hópum voru settar strangar skorður sem leiddu til krefjandi og íþyngjandi tíma fyrir alla. Hversdagslegar venjur eins og skólastarf, vinna eða skipulagt félagsstarf raskaðist verulega á þessum tíma og gerði það að verkum að rof varð á venjum einstaklinga og hópa. Til þess að varpa ljósi á hvernig þetta rof getur ýtt undir frávikshegðun verður rýnt í þrjár kenningar sem settar hafa verið fram til að skýra frávik. Hér er um að ræða kenningu Hirschi um félagslegt taumhald, kenningu Gottfredson og Hirschi um sjálfsstjórn (e. self control) og síðast en ekki síst aldurs-stigs kenningu Sampson og Laub. Þessar kenningar ganga í grófum dráttum út á það að einstaklingar sem hafa sterk félagsleg tengsl séu ólíklegri til þess að brjóta af sér. Ætla má að félagsleg tengsl hafi veikst að einhverju leyti vegna þeirra miklu raskana sem urðu á hversdagslegum venjum einstaklinga og hinna öru samfélagsbreytinga sem urðu á tímum COVID-19.
    Í rannsókninni var notast var við afleidd gögn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um afbrot unglinga á aldrinum 15-17 ára, á tímabilinu 2016-2020. Lýsandi tölfræði var notuð til þess að greina gögnin. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hegningarlagabrot meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu jókst um 11% milli áranna 2019 til 2020. Í ofbeldisbrotaflokkunum (rán, hótun, líkamsárás, meiriháttar- og stórfelld líkamsárás) var samtals aukning um 19% á milli áranna 2019-2020. Þessar niðurstöður styðja við tilgátur okkar að afbrotum, og þá sérstaklega ofbeldisbeldisbrotum, hefði fjölgað í COVID-19 faraldrinum. Taumahaldskenningar benda til þess að miklar raskanir vegna COVID-19 faraldursins hafi grafið undan félagslegu taumhaldi meðal unglinga og ýtt undir afbrot í þeirra röðum.
    Lykilhugtök: Unglingar, ofbeldi, ofbeldishegðun unglinga, afbrotahegðun unglinga og félagslegt taumhald

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to examine the effects of the COVID-19 pandemic on crime, especially violent crime, among adolescents. To this end, we posed the following research question: What effect did the COVID-19 pandemic have on the number of crimes among adolescents in the capital area of Iceland? The results were interpreted using social control theories, which emphasize what prevents deviant behavior.
    The COVID-19 pandemic imposed burdensome restrictions on individual and groups. Everyday routines such as attending school, work or organized social activities were significantly disrupted during this time, which created a rift gap in the habits of the individuals. This thesis will examine three theories to shed light on how this rift can promote deviant behavior. The theories in question are Hirschi's theory of social control, Gottfredson's and Hirschi's theory of self-control theory and, finally, Sampson and Laub's age-graded theory. All theories emphasize that individuals that have strong social bonds are less likely to break the law. It can safely be assumed that social bonds have weakened to some extent due to the disruptions and rapid social changes occurring during the COVID-19 pandemic.
    For our study we used secondary data from the Reykjavík metropolitan on adolescent crime (ages 15-17) from 2016 to 2020. Descriptive statistics were used to analyze the data and the main results of the study show that criminal offenses among adolescents in the capital area increased by 11% between the years 2019 to 2020. Furthermore, violent crime in general (robbery, threats, assault, major and large-scale assault) increased by 19% from 2019 to 2020. These results support our hypotheses that crime and especially violent crime have increased during the COVID-19 pandemic. Social control theories suggest that severe disruption due to the COVID-19 pandemic has undermined social control among adolescents and may be the cause of increased crime rates.
    Key terms: Adolescents, violence, youth violence, juvenile delinquency and social control

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 10.05.2022.
Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afbrotahegðun unglinga á tímum COVID-19 í ljósi taumhaldskenninga.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna