is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39173

Titill: 
 • Leitin að regnboganum : ferlið við sköpun sögusviðs, persóna og nýrrar barnatónlistar með áherslu á hreyfiþroska og valdeflingu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um sköpunarferlið á bak við gerð nýrrar barnasögu og sköpun barnatónlistar. Sögusviðið er Regnbogaland og leitin að regnboganum er þema sögunnar. Í henni lenda allir litirnir í ævintýrum við leit að regnboganum. Hver litur stendur fyrir ákveðinn eiginleika eða dygð. Leitin og ferðalagið á að sýna börnum mikilvægi hugrekkis, þakklætis, virðingar og hjálpsemi. Tónlist Regnbogalands, sem er samin af höfundi þessarar ritgerðar ásamt Mána Svavarssyni, er ætlað að fanga athygli barna, styrkja notkun þeirra á tungumálinu, virkja ímyndunarafl og efla hreyfiþroska þeirra. Fjallað er um samstarf okkar Mána, uppbyggingu tónlistarinnar í Regnbogalandi, áherslur hennar og lagatexta.
  Í ritgerðinni er fjallað um mikilvægi þess að gefið sé út íslenskt barnaefni sem eflir hreyfiþroska, málþroska og eykur ímyndunarafl barna og efnið sé aðgengilegt foreldrum. Tónlist og dans mynda eina heild og börn sem fá kennslu í skapandi dansi eru virkir þátttakendur í því að nota ímyndunaraflið og stjórna líkamanum í takt við það. Í ritgerðinni er skoðað mikilvægi þess að mennta börn í gegnum tónlist og dans og sjónum beint að mannkostamenntun. Dygðir og valdefling spila lykilþátt í ævintýri Regnbogalands. Í ritgerðinni eru skoðaðar aðferðir David Wood og Christopher Vogler, sem báðir hafa komið að handritsgerð að efni fyrir börn. Skoðað er hvað nýttist höfundi Regnbogalands við gerð sögunnar og við persónusköpun litanna í Regnbogalandi. Einnig er skoðað hvernig sagan byggist upp og hvernig áherslur um samstöðu, valdeflingu og dygðir flétttast saman við tónlistina en sagan og tónlistin haldast í hendur í ferðalaginu persónanna við að finna regnbogann. Að lokum er rætt um möguleika ævintýrisins um Regnbogaland í framtíðinni og hvernig höfundur hefur hugsað sér að halda áfram að miðla því sem sagan hefur fram að færa og opna augu fólks fyrir mikilvægi sköpunar í leik og starfi. Eitt er víst að leitin að regnboganum endar ekki hér.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis describes the creative process behind the creation of a new children‘s tale and music intended for children. The setting of the story is called Rainbow Land, where all the colours of the rainbow encounter various adventures in quest of the rainbow. Each colour represents a certain quality or virtue. The protagonists‘ journey should demonstrate the importance of courage, gratitude, respect and helpfulness. Rainbow Land‘s music, written by the author of this theses in collaboration with Máni Svavarsson, is intended to grip children‘s attention, strengthen their use of Icelandic, activate their imagination and enhance motor development. The music development, its purpose and song texts, as well as the author‘s collaboration with Máni throughout the creation process will be described in further detail.
  This thesis also discusses the importance of publication of Icelandic children‘s programmes that enhance both motor and language development, increase children‘s imagination while being accessible for parents. There is a strong relationship between music and dance and children who participate in a creative dance environment actively use their imagination and control their bodies in harmony.
  In addition, the importance of educating children through music and dance is examined in this thesis, particularly Aristotelian Character Education. Virtues and empowerment are key elements in the Rainbow Land fairytale. David Wood‘s and Christopher Vogler‘s methods in screenwriting for children were considered in the creating process of the storyline and characterisation of the colours in Rainbow Land. With reference to their methods, the structure of the story as well as how emphasis on solidarity, empowerment and virtues intertwine with the music. After all, the characters’ journey in the quest for the rainbow consists of the interaction of music with the storyline.
  Finally, the future potential of the Rainbow Land story is discussed and how the author has envisioned sharing what the fairy tale has to offer with the world. Also, the author’s goal is to raise awareness about creation being a vital part of children’s education.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LEITIN_AD_REGNBOGANUM_GUDNY_SKEMMA_2021.pdf913.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna