is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39174

Titill: 
  • Í fyrsta skipti fékk ég mikla von : reynsla af jóga og jóga nidra við þunglyndi, kvíða og streitu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Streita er vandamál sem margir glíma við í daglegu lífi. Langvarandi streita getur valdið kvíða og þunglyndi og bælt ónæmiskerfið. Ástundun jóga og jóga nidra getur dregið úr einkennum þunglyndis, kvíða og streitu. Engin íslensk rannsókn hefur verið birt um áhrif jóga og jóga nidra við þunglyndi, kvíða og streitu.
    Tilgangur: Að skoða reynslu af jóga og jóga nidra við þunglyndi, kvíða og streitu með það að markmiði að auka þekkingu og dýpka skilning á viðfangsefninu.
    Aðferð: Blandað rannsóknarsnið. Í megindlega hlutanum var DASS spurningalisti lagður fyrir 13 þátttakendur, fyrir og eftir íhlutun sem var 10 vikna jóganámskeið. Þátttakendur voru á aldrinum 19–55 ára. Í eigindlega hlutanum voru tekin 12 viðtöl við sex konur á aldrinum 28–47 ára sem einnig tóku þátt í námskeiðinu.
    Niðurstöður: Niðurstöður megindlega hlutans sýndu að íhlutunin dró úr þunglyndi, kvíða og streitu hjá öllum þátttakendum. Niðurstöður eigindlega hlutans voru greindar í fimm meginþemu: Reynsla af heilsufarsvandamálum, reynsla af áföllum og reynsla af námskeiði, reynsla af jóga og reynsla af jóga nidra. Konurnar sem tóku þátt í eigindlega hlutanum höfðu allar glímt við þunglyndi, kvíða og streitu frá barnæsku. Eftir námskeiðið upplifðu þær minna þunglyndi, kvíða og streitu, aukið andlegt jafnvægi, meiri vellíðan, von og hugarró, auk þess sem þær sváfu allar betur.
    Ályktun: Jóga og jóga nidra getur verið árangursrík meðferð við þunglyndi, kvíða og streitu. Niðurstöður benda einnig á mikilvægi þess að skoða heilsufarsvandamál einstaklinga með sálræn áföll í huga þar sem mögulega mátti rekja einkenni þátttakenda til áfalla í æsku. Fólk leitar sér aðstoðar við afleiðingum en ekki vegna rót vandans.
    Lykilhugtök: jóga, þunglyndi, kvíði, streita, áföll, geðheilbrigði, fyrirbærafræði, megindlegar rannsóknir

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Many individuals experience stress in everyday life. Chronic stress can lead to anxiety and depression and can weaken the immune system. Yoga and yoga nidra can reduce symptoms of depression, anxiety and stress. No Icelandic research has been published on the experience of yoga and yoga nidra as a therapy for depression, anxiety and stress.
    Aim: The purpose of the research was to study yoga and yoga nidra as a therapy for depression, anxiety and stress and to increase knowledge and deepen understanding of the subject.
    Method: Both quantitative and qualitative methodology was used. In the quantitative study the DASS questionnaire was submitted to 13 participants, aged 19–55 years who had participated in a 10-week yoga and yoga nidra program. In the qualitative part six women, aged 28–47 years who had participated in the same yoga and yoga nidra program, were interviewed.
    Results: The quantitative results showed that yoga and yoga nidra decreased symptoms of depression, anxiety and stress for all participants. The results from the qualitative study were analyzed into five themes: Experience of health problems; experience of trauma, experience of the program, experience of yoga and experience of yoga nidra. All the women in the qualitative study had experienced depression, anxiety and stress from childhood. After the yoga and yoga nidra program they experienced less depression, anxiety and stress and better mental well-being. They slept better, experienced more hope and peace of mind.
    Conclusions: Yoga and yoga nidra can be an effective treatment for depression, anxiety and stress. The results also indicate to look at the previous health history of the individual with psychological trauma in mind. People seek help for the consequences not because of the root of the problem.
    Keywords: yoga, depression, anxiety, stress, trauma, mental health, phenomenology, quantitative research

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.01.2023.
Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni-skemman.pdf789.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna