Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39176
Ólympískar lyftingar samanstanda af tveim lyftum, snörun og jafnhendingu. Rétt framkvæmd þessara lyfta er flókin og huga þarf að ýmsum mikilvægum smáatriðum. Ákveðna þekkingu og getu þarf til að einstaklingur nái að hámarka færni sína og minnka hættu á meiðslum. Í færðilega innganginum er farið yfir reglur í ólympsíkum lyftingum og framkvæmd snörunar og jafnhendingar. Markmið handbókarinnar er að fræða byrjendur og aðra áhugasama, í stuttu máli á íslensku, um rétta líkamsbeytingu og aðferð í ólympískum lyftingum á hnitmiðaðan hátt. Mikilvægt er að byrjendur viti hvernig eigi að beita sér á æfingum og minnka þar af leiðandi hættu á meiðslum. Ólympískum lyftingum fylgir mikið líkamlegt álag. Séu lyfturnar eru ekki framkvæmdar á réttan hátt getur það leitt til ýmiskonar konar meiðsla, jafnvel langtímameiðsla. Því er mikilvægt að iðkendur, og þá sérstaklega byrjendur, geti nálgast einfaldar og góðar upplýsingar, á sínu móðurmáli um rétta framkvæmd lyftanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 581,56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Ólympískar lyftingar fyrir byrjendur.pdf | 27,35 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |