is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39181

Titill: 
  • Máttur orðsins : tónlist, texti og táknfræði kantötunnar Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kantatan Gottes Zeit ist die allerbeste Zeit eftir Johann Sebastian Bach sprettur upp úr frjóum jarðvegi kirkjutónlistar mótmælenda á öldunum eftir siðaskipti. Verkið var samið í upphafi átjándu aldar, við upphaf ferils Bachs sem organisti og tónskáld. Gottes Zeit er frábrugðin síðari kantötum hans, sem innihalda söngles og Da capo-aríur í anda ítölsku óperunnar, og svipar frekar til helgikonserta sautjándu aldarinnar. Samsetning texta verksins er úthugsuð en þar er dauðinn og hjálpræðið meginþemu. Textinn er tvíþættur: fyrri hlutinn styðst við Gamla testamentið en sá síðari inniheldur vers úr Nýja testamentinu ásamt kirkjusálmum. Textinn, og sömuleiðis verkið í heild, er skoðað út frá lútherskri túlkunarfræði sem gengur út frá því að Biblían sé ein samfelld hjálpræðissaga en opinberi hjálpræðið á ólíkan hátt eftir tímabilum. Stuðst er við hugmyndir Eric Chafe sem skiptir tímum hjálpræðisins niður í tíma ísraels, tíma Krists og tíma kirkjunnar sem saman kallast tími Guðs. Við greiningu verksins út frá hugmyndum Chafe má sjá hvernig kenningin um tíma Guðs tengist upphafsorðum og titli verksins, sem rennir stoðum undir þá hugmynd að Bach hafi verið vel að sér í lútherskri túlkunarfræði og samið verkið út frá lögmálum hennar. Því næst er tónsetning textans skoðuð nánar með áherslu á áðurnefndra guðfræðihugmynda annarsvegar og hljóm- og tónfræðikenninga hins vegar. Niðurstaðan er sú að tónlist kantötunnar er að verulegu leyti mótuð af inntaki textans og hugmyndum lútherskrar túlkunarfræði.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Gunnar Haralds..pdf577.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna