is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39184

Titill: 
 • Snertifletir náttúruvísinda og myndlistar : þverfaglegt námskeið í grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar starfendarannsóknar var að skoða hvernig ég gæti þróað þverfaglegt námsefni í jarð- og efnafræði með aðferðum listrænnar nálgunar. Á sama tíma ígrundaði ég eigin starfshætti og þróaði eigin starfskenningu sem byggði á áhugamálum mínum og reynslu af vettvangi. Í þessum tilgangi voru listasmiðjur settar upp í samvinnu við þróunarverkefnið LÁN. Megináhersla listasmiðjanna var að vinna með leir og íslensk jarðefni með aðferðum útináms með eldri bekkjum grunnskóla. Jörðin er eitt stórt grjót og við búum á eldfjallaeyju en samt þekkja fæst okkar eðli jarðarinnar í kringum okkur. Lagt var því upp með spurningar á borð við hvort hægt væri að breyta gráum steini sem finnst úti á götu í fallegan glerung. Listasmiðjurnar buðu upp á fjölbreyttar tilraunir þar sem ég beitti nemendamiðuðum nálgunum.
  Ég vann námsefnið út frá viðmiðum núgildandi Aðalnámskrár grunnskólana með áherslu á þverfaglega nálgun myndlistar og náttúruvísinda. Sá fræðilegi grunnur sem ég leitaði í til að byggja upp smiðjurnar voru meðal annars kenningar Dewey um reynslunám. Ég leitaðist við að setja upp námsaðstæður sem stuðluðu að því að nemendurnir lærðu að skilja betur nærumhverfi skólans og öðluðust aukinn áhuga á náttúrunni. Ég lagði líka áherslu á hugmyndir um menntunargildi fagurfræðilegra upplifana og skynjunar. Ég beitti fjölbreyttum kennsluaðferðum, svo sem útinámi, samvinnunámi og sýnikennslu. Í kennslunni fjallaði ég meðal annars um leirbrennsluna í tengslum við eldgos og vísaði í efnafræði og þau efnahvörf sem eiga sér stað þegar leir er brenndur við 1250°C sem er sama hitastig og í eldgosi. Við fórum líka út og fundum fjölbreytt sýni til glerungagerðar og lærðum þannig um jarðfræði. Tilraunir og lágmyndir voru gerðar í leir og notast var við jarðefni og gróður sem nemendur tíndu í vettvangsferð í nágrenni skólanna.
  Við úrvinnslu nýtti ég mér aðferðafræði McNiff sem byggir á að ígrunda eigin kennsluhætti og upplifun nemenda á námsefninu. Með því að beita þverfaglegri nálgun náði ég að spegla bakgrunn minn sem keramik hönnuður, áhugamanneskja um jarðfræði og leiðsögumaður inn í kennsluefnið. Í niðurstöðum velti ég einnig fyrir mér hvernig framkvæmdin hefur eflt mig sem fagmann.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this action research study was to assess how I could develop an interdisciplinary curriculum of geology and physics using an artistic approach. During the process, I reflected on my own practices and formed my theory of practice based on my interests and experience within the field. For this purpose, art workshops were held in cooperation with the developmental project LÁN.
  The main focus of the workshops was to work with clay and Icelandic minerals using out-of-classroom learning methods with the upper primary school classes. The Earth is one big rock, and we live on a volcanic island, yet few of us understand the geology around us. Thus, we headed the workshops with questions such as whether it would be possible to turn an ordinary grey rock into a beautiful glaze. The workshops consisted of a varied array of experiments which were based in student focused teaching methods. The curriculum was based on the guidelines set by the Icelandic national curriculum for compulsory schools, with an added emphasis on the interleaving of arts and science. The theoretical background the workshops were built on included Dewey’s theories on learning by doing. I sought to create a space where students would learn about their natural surroundings and become more interested in nature. I emphasized the educational value of the aesthetics of sensation and perception. I used a variety of teaching methods, including out-of-classroom learning, cooperative learning, and demonstration. As an example, I associated clay firing with volcanoes by discussing the physics and chemistry involved when clay is fired at 1250°C which is about the temperature of a volcanic eruption. We also headed outside and collected various materials for creating glazes and discussed the associated geology. Experimental projects and reliefs were made from clay using minerals and growth found during outside excursions.
  During analysis, I used McNiff’s methodology, which is based in reflecting on our own teaching methods and the students’ reaction to the curriculum. By using an interdisciplinary approach, I managed to successfully mirror my background as a ceramics designer, geology enthusiast and mountain guide into the curriculum. During the results section I also discuss how this process has strengthened me as a professional.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snertifletir-náttúruvísinda-og-myndlistar 1.pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna