is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39185

Titill: 
  • Hugar tvinnast-inngildandi listheimur : þróun listnáms á háskólastigi fyrir ófatlaða og fatlaða nemendur saman
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fólki með þroskahömlun stendur ekki til boða að stunda listnám á háskólastigi hér á landi. Það liggur því ljóst fyrir að það fær ekki tækifæri til að rækta listræna hæfileika sína til jafns við aðra. Verkefnið sem hér um ræðir er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða þróun og framkvæmd námskeiðsins Hugar tvinnast - inngildandi listheimur. Námskeiðið var unnið í samvinnu við þátttakendur til að skapa inngildandi vettvang fyrir ófatlað og fatlað fólk saman í listnámi á háskólastigi. Hins vegar var námskeiðinu fylgt eftir með rannsókn. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð og aðferðum listrannsókna. Gagnasöfnun fólst í nótum sem skráðar voru í tímum og eftir hvern tíma, ljósmyndum af ferlinu, greiningu á verkum eftir þátttakendur og rýnihópsviðtali í lok námskeiðs. Til að greina gögnin var notast við aðferðir þemagreiningar. Þátttakendur í rannsókninni voru níu, fimm fatlaðir einstaklingar og fjórir ófatlaðir. Öll áttu þau það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á listum. Leitast var við að skapa rými fyrir raddir þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að vel sé hægt að þróa listnám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. En til þess að það sé hægt þarf að líta á mannlegan margbreytileika sem styrk en ekki ógn við samfélagið. Viðvera þátttakenda í námskeiðinu og við þróun þess gerði það að verkum að hægt var að mæta þörfum hvers og eins. Eins stuðlaði hún að jákvæðum viðhorfsbreytingum og frelsi í sköpun. Samfélagslegar hindranir standa í vegi fyrir því að fólki með þroskahömlun sé gefið tækifæri til að stunda listnám á háskólastigi til jafns við aðra. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að vera hvatning til að hefjast handa við að undirbúa farveginn og bjóða fólk með þroskahömlun velkomið í Listaháskóla Íslands.

  • Útdráttur er á ensku

    People with intellectual disabilities are not able to pursue art studies at the university level in Iceland. Thus, it is evident that these individuals do not have the opportunity to develop their artistic abilities on an equal footing with others, who are non-disabled. The project in question is twofold. On one hand, there is the development and implementation of the course Minds Intertwined – An Inclusive Art World. The course was developed in collaboration with participants to create an inclusive platform for non-disabled and disabled people in art studies at the university level. On the other hand, the course was followed by research. The study was framed within qulitative research tradition and arts-based research methods. The data collection consisted of notes, recorded during and after each class, photographs of the process, analysis of works by participants and a focus group interview with participants at the end of the course. Thematic analysis methods were used to analyze the data. The participants in the study were nine in total; five disabled people and four non-disabled people. What they all had in common was an immense interest in the arts. An effort was made to create a space for their voices. The results of the study indicate that it is possible to develop art studies at the university level for people with intellectual disabilities. But for that to happen, human diversity must be seen as a strength, not a threat to society. The presence of students during the developement of the course made it possible to meet the needs of each individual. Barriers in society prevent people with intellectual disabilities from being given the opportunity to pursue art studies at the university level on an equal footing. The course contributed to a positive change of views and freedom of creation among participants. The results of this research should be an encouragement to start paving the way and welcoming people with intellectual disabilities to the Iceland Academy of the Arts.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugar tvinnast-inngildandi listheimur_Harpa Björnsdóttir.pdf6.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna