is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39188

Titill: 
  • Þarf alltaf að vera Bach? : notkun og áhrif þverflautuleiks í dægurtónlistarstefnum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þverflautuleikur hefur á sér þá staðalímynd að vera hugljúfur, fallegur og rómantískur og vera helst aðeins notaður við flutning á klassískri tónlist. Sumir sjá þó fyrir sér villimannslega hegðun Ian Anderson meðan hann frussar í flautuna eða fáklædda Lizzo að spila kafla úr þekktum flautuverkum á meðan hún dillar sér í takt við tónlistina. Í ritgerðinni verða skoðaðar tvær dægurtónlistarstefnur og þrír flytjendur sem hafa einhvers konar tengingu við notkun á þverflautuleik. Tónlistarstefnurnar sem skoðaðar verða eru framúrstefnurokk (e. progressive rock) og hip hop tónlist. Flytjendurnir sem kynntir verða eru Ian Anderson og hljómsveit hans Jethro Tull, Herra James Galway og Lizzo. Einnig verður flautuhljómur skoðaður eftir því hvernig hann kemur fram í þessum tónlistarstefnum og meðal þessara flytjenda.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að það frumkvöðlastarf sem átti sér stað með þróun framúrstefnurokks og komu Ian Anderson og James Galway fram á sjónarsviðið hafa haft áhrif á áframhaldandi þróun dægurtónlistar, sérstaklega þegar kemur að því að nota hljóðfæri sem áður þóttu óvenjuleg í hefðbundinni hljóðfæraskipan. Þá kemur mikil notkun á flautuleik í hip hop tónlist á óvart en vinsælt er að nota stafræna hljóðbúta (e.digital samples) sem innihalda einhvers konar flautuleik við gerð þess konar tónlistar. Hægt er að tengja bæði tónlistarstefnunar og flytjendurna saman með þeim áhrifum sem klassísk tónlist hefur á heildina og væri því hægt að segja að það verði alltaf að vera einhver hluti af Bach til staðar.
    Með ritgerðinni fylgir síðan viðauki um flautuleik í íslensku dægurtónlistarlífi með áherslu á framúrstefnurokk og flautuseptettinn Viibra sem hefur verið í nánu samstarfi með tónlistarkonunni Björk.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þarf alltaf að vera Bach.pdf455.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna