is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39190

Titill: 
  • Að taka ofan fyrir fuglum og blómum : áhrif hins óáþreifanlega á arkitektúr
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þjóðtrú, líkt og sögur um álfa og huldufólk, hefur fylgt Íslendingum lengi. Fyrr á öldum námu þeir meðal annars mennsk börn á brott og komu fyrir umskiptingum í þeirra stað. Í dag fer minna fyrir slíkum beinum afskiptum yfirnáttúrunnar af okkur mannfólkinu – nú virðist yfirnáttúra á borð við álfa helst láta á sér kræla þegar framkvæmdir eiga sér stað í eða við óraskaða náttúru. Þá virðast álfar og huldufólk helst leika hlutverk talsmanna óraskaðrar náttúru og jafnvel náttúruverndar. Í þessari ritgerð er sjónum beint að dæmum þar sem efnislegt, byggt eða manngert umhverfi hefur mætt óefnislegum dulrænum öflum með þeim afleiðingum að mannvirkjum eða framkvæmdaáætlunum er breytt. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig dulræn öfl geta haft – og hafa haft – áhrif á mannvirki og þar af leiðandi arkitektúr. Þá verður rætt við álfasjáandann Ragnhildi Jónsdóttur sem hefur verið kölluð til, inn í framkvæmdarferli, til að ná sáttum álfa og manna á milli. Eins verður rýnt í dæmi þar sem arkitektar hafa í sínu hönnunarferli beinlínis litið til hulinsheima íslenskrar þjóðtrúar eftir innblæstri.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelenaOsk_ritgerðBA_2020.pdf2.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna