is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39193

Titill: 
 • Brahms Píanókonsert númer 2 op. 83
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er skoðaður fyrsti kaflinn í Píanókonsert númer 2 op.83 eftir Johannes Brahms. Markmiðið er að bera saman byggingu kaflans við hið hefðbundna klassíska sónötu-konsertform eins og það birtist í konsertum Mozarts, en það var einmitt hann sem fyrst og fremst lagði línurnar hvað varðar þróun klassíska konsertsins. Hér er skipulag formsins tekið sérstaklega fyrir og í einstaka tifellum er notkun tóntegunda tekin fyrir. Við samanburðinn er stuðst við kenningar William E. Caplin í bók hans frá 2013 Analyzing Classical Forms og kenningar James Hepokoski og Warren Darcy í bók þeirra Elements og Sonata Theory frá árinu 2006.
  Fjallað er um ritornellóin og sólóin og farið ítarlega í það hvernig Brahms víkur frá klassíska forminu með tilliti til notkun enda og samtal einleikara og hljómsveitar. Tóntegundanotkun er tekin fyrir að einhverju leyti en með þeim fyrirvara að um allt annað tónmál er að ræða í tónlist Brahms samanborið við Mozart.
  Upplýsingar voru sóttar í fræðagreinar, bækur og ritgerðir sem þegar hafa verið birtar um Brahms píanókonsertinn og klassíska formið ásamt því að formgreina fyrsta kaflann og búa til yfirlit yfir hvert svæði fyrir sig og það borið saman við yfirlit yfir helstu atriði klassíska konsertsins.
  Niðurstöður leiddu í ljós að Brahms hafði mikið fyrir því að víkja frá klassíska forminu á skipulagðan hátt og þá sérstaklega með notkun enda og blöndun á ritornelló og sóló hlutum.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrahmsPianokonsertNr2op83.pdf556.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna