is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39195

Titill: 
  • Hvaða liti sérðu? : tilvera lita frá sjónarhóli litblinds listamanns.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er gerð grein fyrir myndlist minni og þeirri hugmyndavinnu sem að baki verkum mínum er. Í nýjustu verkum mínum hef ég rannsakað hvert eðli lita er. Það geri ég til þess að svara því hvernig litblindur einstaklingur skynjar liti. Kerfi sem þekkt eru og hafa verið búin til í kringum liti eru útskýrð. Þau eru breytileg eftir uppruna sínum, s.s. menningarheimum og tungumálum. Áhrif tungumáls á liti eru skoðuð og þau borin saman við hugmyndir Birgirs Andréssonar um sama efni.
    Þeirri spurningu er velt upp hvort til sé rétt leið til að skilgreina liti. Í því sambandi er vísindaleg aðkoma að greiningu lita skoðuð og farið yfir heimspekilegar spurningar og kenningar sem fram hafa verið settar um liti. Skoðuð eru þrjú hugtök varðandi liti, en það eru hughyggja, hluthyggja og fjölhyggja. Þá er skoðað hvernig hægt sé að nota liti sem verkfæri í málverkinu með því að skapa þrívíðan veruleika á tvívíðum fleti. Einnig hvernig hægt sé að vekja upp tilfinningar með litum einum saman.
    Sagt er frá listamönnum sem hafa tengingu og áhrif á verk mín, t.d. Rothko og Duchamp. Komið er inn á hvernig margir litatónar séu að virðist bara til í huga litblinda málarans og hvort að aðeins eigi eftir að gefa þeim heiti. Mikilvægi tungumáls við að skilgreina liti getur þá verið takmarkað enda litatónar í raun óendanlega margir.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvaða liti sérðu?.pdf43.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna