is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39196

Titill: 
  • Eilífðar dans : um samstarf leikstjóra og tónskálds við gerð kvikmyndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á þessu ári hafa íslensk tónskáld sem semja tónlist fyrir kvikmyndir verið áberandi í umræðunni. Óhætt er að segja að margir hafi velt því fyrir sér hver tækifærin eru á Íslandi fyrir ung tónskáld sem hyggjast leggja slíkar tónsmíðar fyrir sig. Þekkt er að leikstjórar vinni oft með sama tónskáldinu í gegnum kvikmyndaferill sinn en nokkuð óljóst er hvernig þessi samstörf virki almennt fyrir sig, hvernig tónskáld nálgist það að semja tónlist fyrir kvikmynd og hvort að þar séu nýttar aðrar aðferðir en í öðrum tónsmíðum. Það sama má segja um áhrif leikstjóra á tónlist kvikmynda og hvernig þeir koma sinni hugsun fyrir í henni.
    Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvernig samstarfi á milli leikstjóra og tónskálds er háttað með því að kafa djúpt ofan í eitt slíkt samstarf. Valin er mynd Silju Hauksdóttur, Agnes Joy (2019) og við gerð þeirrar myndar unnu þær Silja og tónskáldið Jófríður Ákadóttir saman. Fyrst verður farið yfir myndina sjálfa og hvað vakti áhuga þar. Reynt verður að greina tónlist myndarinnar til hlítar og tónefni hennar, eiginleikar og hljóðfæranotkun borin saman við ummæli leikstjóra og tónskálds. Þá verður samtalið þeirra á milli tekið fyrir og kannað hvernig það mótaði tónlistina.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Iðunn Einars.pdf496.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna