en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/391

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif trúar á sjálfsvirðingu hjá íslenskum ungmennum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Mikil aukning hefur verið í rannsóknum á trú síðastliðin ár og hefur það ósjaldan verið tengt góðri heilsu (Emmons og Paloutzian, 2003), einnig hefur sjálfsvirðing mikið verið rannsökuð í tengslum við heilsu (Brown, 1993) og því eru tengsl trúar og sjálfsvirðingar umfjöllunarefni þessarar rannsóknar.Unnið var úr gögnum frá árinu 2003 þar sem allir nemendur níunda og tíunda bekk Íslands voru þátttakendur, og er úrtakið handahófskennt úrtak úr helmingi þeirra. Heildarfjöldi þátttakenda er 3.481 og samsvara þeir heildarþýðinu mjög vel. Mælitæki rannsóknarinnar eru sjálfsvirðingakvarði Rosenberg og 12 almennar spurningar um trú. Settar voru fram þrjár tilgátur, og er tilgáta eitt: Þeir einstaklingar sem eru meira trúaðir hafa hærri sjálfsvirðingu en þeir sem eru minna trúaðir, tilgáta tvö er: Stelpur hafa lægri sjálfsvirðingu en strákar, og að lokum þriðja tilgátan er: Stelpur eru trúaðri en strákar. Fyrst voru trúarspurningarnar þáttagreindar og komu þrír þættir úr spurningarlistanum, það er trúarleg reynsla, trúarleg umgengni og trúarleg hegðun og var notast við þessa þrjá þætti auk heildartrúar sem eru allir þættirnir lagðir saman. T-próf var notað við marktektarprófun og var miðað við alpha stuðullinn 0,05, auk þess var fundinn áhrifastærðin fyrir hvert t-próf. Niðurstöður leiddu í ljós að marktækur munur er á sjálfsvirðingu þeirra sem eru meira trúaðir og þeirra sem eru minna trúaði á öllum þáttunum nema einum en það er þátturinn trúarleg hegðun. Kynjamunur mældist bæði hvað sjálfsvirðingu varðar og styrk trúar, þar sem stelpur voru trúaðri og höfðu þær minni sjálfsvirðingu. En áhrifastærðin er lítil, annars vegar varðandi áhrif trúar á sjálfsvirðingu og hins vegar varðandi áhrif kynja á trú, hins vegar er áhrifastærðin meðal há varðandi áhrif kynja á sjálfsvirðingu. Allar tilgátur stóðust en taka þarf niðurstöðunum með fyrirvara vegna þess hve áhrifastærðin er lítil. Niðurstöðurnar benda til þess að Íslensk ungmenni sem eru meira trúuð hafi hærri sjálfsvirðingu en þeir sem eru minna trúuð.

Accepted: 
  • Jan 1, 2006
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/391


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
tru.pdf315.4 kBOpenÁhrif trúar á sjálfsvirðingu hjá íslenskum ungmennum - heildPDFView/Open