Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/392
Árið 2001 var öllum grunnskólum Danmerkur skylt að veita nemendum skírteini sem sýna átti kunnáttu og færni þeirra í upplýsinga- og samskiptatækni (UST). Skírteinið nefndu Danir Junior PC-kørekort og má nefna Tölvuökuskírteini á tungu vorra feðra. Hugmyndin er frekar ný í Danmörku og lítt reynd og fannst rannsakanda verðugt verkefni að fá að kynnast henni nánar. Tilgangur þessa verkefnis er að útlista hugmyndafræði Tölvuökuskírteinisins ásamt því að skoða reynslu eins skóla af því að vinna eftir hugmyndinni. Tilviksathugun var gerð í skóla á Norður-Jótlandi þar sem tekið var viðtal við tengilið verkefnisins ásamt því að spurningalistar voru lagðir fyrir þrjá kennara.
Niðurstöður leiddu í ljós mjög jákvæða reynslu Dana af því að vinna eftir hugmyndinni. Allir þátttakendur athugunarinnar voru sammála um að Tölvuökuskírteinið væri komið til að vera í grunnskólum Danmerkur. Helsta gagnrýnin beindist að markmiðum Tölvuökuskírteinisins, þar sem kennararnir töldu erfitt að ætla fylgja öllum þeirra til enda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarskjal.pdf | 1.38 MB | Opinn | Heildarskjal | Skoða/Opna |