is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39202

Titill: 
 • Hinsegin konur og trans einstaklingar á óperusviðinu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmkið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á sýnileika hinsegin einstaklinga á óperusviðinu. Mikilvægt er að óperan, rétt eins og aðrir miðlar, endurspegli samfélag okkar eins og það er og hefur verið. Sýnileiki er lykillinn að samþykki. Með því að fjalla um birtingarmynd hinseginleika á óperusviði er hægt að kanna hvar og hvort hinseginleikinn sé til staðar og hvort fjölbreytileika skorti í óperuheiminum.
  Hér verður sjónum beint að óperum sem frumsýndar hafa verið á síðustu 25 árum og hafa sýnilegar hinsegin konur eða trans einstaklinga.Við söfnun efnis var notast við gagnagrunna sem geyma efni tengt nýjum óperum og inntaki þeirra. Farið var yfir breitt svið óperubókmenntanna og lesin ýmis fræðirit, óperusögubækur, greinar og gagnrýni. Hlustað var á þær upptökur sem gefnar hafa verið út sem og myndbönd sem hafa verið birt af sýningum óperanna.
  Fjallað er um hverja óperu fyrir sig, stuttlega farið yfir söguþræði þeirra og tekið fram með hvaða hætti hinseginleiki er sýnilegur. Stílbrigði tónlistarinnar er greind í samhengi við eiginleika sögupersóna og hinseginleika þeirra. Í lokin eru teknar saman þær niðurstöður sem má lesa úr gögnunum og kannað hvort birtingarmyndin endurspegli breytt viðhorf samfélagsins til hinsegin kvenna og trans einstaklinga.
  Viðhorf margra samfélaga er loksins að breytast og við færumst nær því að hinsegin einstaklingar séu samþykktir eins og þeir eru. Þetta endurspeglast í þeim óperum sem fjallað verður um. Ellefu óperur hafa verið frumsýndar á síðastliðnum 25 árum þar sem hinsegin konur eða trans einstaklingar eru sýnilegir. Flestar óperurnar rekja sögu samkynja ástarsambands. Í öllum verkunum er hinseginleikinn í forgrunni að því leyti að hinsegin persóna eða persónur eru aðalhlutverk.

Samþykkt: 
 • 15.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hinsegin konur og trans einstaklingar á óperusviðinu.pdf526.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna