is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39203

Titill: 
  • Umvefjandi tónlist : samtvinnun tónlistar, sjónlistar og annarra listforma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þó að undirstaða tónlistar sé hljóð þá lætur tónlistarfólk sig margt annað varða þegar kemur að tónlistarsköpun. Í gegnum aldirnar hefur tónlistarfólk tvinnað saman önnur listform inn í verkin sín til að dýpka þá upplifun sem þau geta skapað. Samtvinnun ljóss og hljóðs er áberandi í þessari sögu. Oft voru hugmyndir listafólks um þessa samtvinnun það stórar að ekki var tæknilega mögulegt að framkalla þær. En með tækniþróun 20. aldar opnaðist á möguleika sem leiddu til hraðrar þróunar í miðlun tónlistar sem ekki sér fyrir endann á. Hér er þessi þróun rakin og hugmyndir nútímans settar í sögulegt samhengi. Skoðuð eru áhrif annarra listforma á upplifun tónlistar og hvernig tónlistarfólk nýtir sér þau. Farið er yfir dæmi um verk sem nýta þessa tækni ítarlega til að skapa nýjar leiðir við upplifun tónlistar. Sérstaklega er litið til þeirra verka sem nýta miðlana á þann hátt að hlustandinn upplifi sig sem umvafinn verkinu. Síðan er litið fram á við og skoðað hvaða tækni gæti veitt tónlistarfólki enn nýrri tól til að magna upplifunina enn frekar og útvíkka formið.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð Ísidór Jökull.pdf1,19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna