Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39208
Ef við ímyndum okkur að sjórinn geymi minningar okkar, þeirra sem lifðu á undan okkur og sögulegar minningar jarðar, þá sjáum við hvernig sjórinn sýnir okkur lífið sem hefur verið lifað og rennur áfram í gegnum kynslóðirnar. Sjórinn getur því táknað það sem tengir kynslóðabilin saman, þaðan sem hugmyndir eldri kynslóða geymast og erfast með afkomendum. Sjórinn er heildin sem heldur öllu saman, þar sem stök alda á sér upptök en fylgir straumnum hvert sem hann leiðir. Straumurinn er missterkur en ávallt taktfastur, hann tekur með sér nærliggjandi öldur og fleytir þeim áfram, í sundur, og saman aftur. Sjórinn og öldurnar eru myndrænt tákn þessa kynslóðabila, eins og hver stök alda í sjónum sem er sjálfstæð en partur af heildinni, er einstaklingurinn að segja eigin sögu og sögur eldri kynslóða samtímis.
Í verkum mínum skoða ég mismunandi birtingarmyndir málverksins og hvernig málverkið teygist út fyrir rammann, hljóð og sýn og áhrif þess á innsæi okkar og undirmeðvitund, kynslóðabil og menningararf sem hefur áhrif á einstaklinginn. Hér mun ég fara yfir þær hugsjónir sem ég nýti í eigin verkum og fjalla í stuttu máli um þá listamenn sem veittu mér innblástur í gegnum námið mitt í Listaháskólanum; Karla Black, Judy Dunaway, Finnbogi Pétursson, Gunnlaugur Scheving, Wassily Kandinsky, Joseph Kosuth, David Lynch, Margrét Blöndal, Susan Philipsz, Bill Viola og Danh Vo.
Hvernig við skynjum hljóð og mynd, mörk mismunandi menningarheima, fjölskyldubönd og rætur einstaklings innan samfélags eru allt þræðir í verkum mínum sem ég leitast við að útskýra í þessari ritgerð. Þar kemur hafið sterkt við sem efniviður til myndlíkingar. Til að mynda það hvernig sjórinn hefur bein áhrif á verkin sem aðalviðfangsefni og er einnig myndlíking fyrir tengingu, þrá og fjarlægð. Fyrsti kafli fjallar um sögulegt samhengi þeirra listastefna sem ég tengi við verk mín en seinni kaflarnir þrír kafa dýpra í hvert verk fyrir sig. Átta verk koma við sögu í þessari ritgerð en aðaláherslan verður á sýningu mína Leg Lög frá árinu 2020.
If we visualize how the ocean retains our memories, of those who came before us and the historical memories of earth, we can observe as the ocean exposes life that has been lived, life that flows onto the next generations. The sea has the ability to connect generations together by retaining notions from our ancestors that are then inherited by the next of kin. The ocean is a whole that retains it all, whereas a single wave in the ocean begins its journey, it follows the stream wherever it may go. The stream is unpredictable but always reliable, it draws in the surrounding waves and floats them apart and together again. The ocean and its waves are a metaphor for generations. It demonstrates how each wave in the sea is independent but still a part of the whole. That is how the individual tells their own story and simultaniously the stories of their heritage.
Through my works I distinguish the different manifestations of the painting and how far it stretches beyond the canvas. I explore sound and vision and their effect on our intuition and subconscious, while meditating on generations, cultural heritage and its affect on the individual. In this essay I will look into ideas that have been useful in my works, while discussing the artists that have inspired me in my studies at the Icelandic University of the Arts; Karla Black, Judy Dunaway, Finnbogi Pétursson, Gunnlaugur Scheving, Wassily Kandinsky, Joseph Kosuth, David Lynch, Margrét Blöndal, Bill Viola and Danh Vo.
In this essay I will debate answers to my own questions regarding topics from my works; how we interpret sound and vision, boundaries between diverse cultures, family relations and the rooting of the individual in modern society. As mentioned before, the ocean is a metaphor, especially to these topics. In other words the sea influences the works while often being the main subject as well as a metaphor for emotions such as connection, desire and distance. In the first chapter I will discuss the connection of the “isms” in art history in comparison to my own works and in context to conceptualism. In later chapters I will dive further into the eight works of mine that I will discuss in this essay, with emphasis on my exhibition Leg Lög exhibited in 2020.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð og greinargerð 2021 LOKA LOKA 7.JÚNÍ.pdf | 59,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |