is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39211

Titill: 
  • Endurbygging líkamans með femínisma : hvernig tekur svanni (kvenmaður) pláss í hlutverki dansara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn skoða ég hvernig ég get tekið meira pláss sem dansari með hugtakið femínískur gleðispillir (e. feminist killjoy) að leiðarljósi. Sara Ahmed lýsir hugtakinu sem manneskju sem spillir gleði annarra þegar hún tekur upp femínískan málstað. Ég mun styðja mig við fræðileg skrif Sara Ahmed og Erin Wunker til þess að greina tvö sviðsverk, Teem og Pondering, sem mynduðu útskriftarverkið mitt og samnemenda minna úr Listaháskóla Íslands. Við unnum með Önnu Kolfinnu Kuran að öðru verkinu og með Ásgeiri Helga Magnússyni og Cameron Corbett að hinu verkinu. Eftir að hafa verið á námskeiði hjá Önnu Kolfinnu í fyrra hef ég mikið hugsað um femíníska gleðispillirinn; hvar hann kemur fram í mér og af hverju ég á erfitt með að hleypa honum út í sumum aðstæðum. Ég uppgötvaði líka að ég vil taka meira pláss bæði sem manneskja og kona og hugmyndin um femíníska gleðispillirinn kveikti í þeim neista í mér. Ég notaði persónulegar baráttur mínar sem uppsprettu á efninu eða sem tengingu við efnið. Síðan bjó ég mér til aðrar aðstæður sem voru mér ekki persónulegar og gat þannig gert senurnar og verkin ítrekað án þess að hafa þær tilfinningahlaðnar sem hefði getað tekið mig úr jafnvægi. Ég uppgötvaði mikilvæg verkfæri sem munu hjálpa mér að halda áfram að endurbyggja líkamann minn til þess að taka meira pláss með femínisma. Að taka pláss sem dansari þýðir að vera sjálfsöruggur, ekki leyfa öðrum að fara yfir þau mörk sem hann hefur sett sér og passa að taka ákvarðanir fyrir sig sjálfan en ekki til þess að geðjast öðrum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Julia-Hrafnsdóttir.pdf337.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna