is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39214

Titill: 
  • Bratz
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari greinagerð mun ég greina frá því hvað er að vera viljasterk stelpa og hvaða mátt hún hefur í samfélaginu. Í greinagerðinni verður notast við orðin strákar og stelpur í staðin fyrir konur og karlar. Mér finnst það meira við hæfi. Það hefur ekkert að gera með aldur heldur frekar það samhengi sem ég nota. Ég vil halda í unglegt orðalag til að setja í samhengi við frekjurnar. Ég tala út frá eigin reynslu og segi frá persónulegum atvikum í mínu lífi til að styðjast við efnið um viljasterku stelpuna. Líkt og Carol Hanish sagði einu sinni „the personal is political“ . Verkið er um það að vera frekja en líka hvernig frekja verður frekja. Hvernig byrjar ferlið þegar frekjan fæðist? Ég hef hingað til komist að þeirri niðurstöðu að það byrji allt með sjálfselsku og samstöðu stelpna. Ég mun tala um hvernig ég komst að þeirri niðurstöðu en hún er breytileg og þetta ferðalag hefur engan vissan enda. Frekjan er á sínum eigin forsendum. Hún ferðast um heiminn með systrum sínum sem eru líka frekjur. Í sameiningu taka þær niður feðraveldið með því að sprengja eina fáfræði búbblu í einu. Þær eru hér komnar til að fræða þá sem ekki vita og læra af hvor annarri og heiminum. Þær heimta að á þær sé hlustað. Þær prakkarast og leika þess á milli. Ég notast við fræði og bækur Söru Ahmed til innblásturs í verkinu. Verkið er í beinu framhaldi af vídjóverki sem ég gerði vorið 2020, The Killjoys Lullaby . Verkið mitt, BRATZ var samið í samstarfi og samtali við Linde Rongen. Ég notaðist við kóreógrafístar aðferðir eins og verkefnamiðaðan spuna og danceoke. Frekjurnar urðu til í karaktersköpun út frá persónulegri reynslu okkar af feðraveldinu með Lönu Del Rey, söngkonu sem aðal innblástur. Frekjurnar eru óhræddar og djarfar, svífandi um sviðið í búbblunni sinni. Þær setja sér skýr mörk eða taka fram klærnar þegar þörf er á. Þær eru hættulegar en saklausar.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BRATZ BA ritgerð-skemma.pdf572.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Bratz-upptaka .pdf39.24 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna